Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

lítill prestur í svörtum kjól

Jæja ég ætla að vera eins og allir hinir...það er svo gott að synda með straumnum, reynir ekki jafn mikið á og að vera á móti. Já ég ætla að blogga um prestastefnuna. Reyndi að sleppa því en þetta er bara of mikið bíó til að láta það framhjá fara óumbloggað (ef það er orð).

Nú þegar vorar þá hugsar maður um fyrri vor. Eitt vorið ekki alls fyrir löngu (já ekki orð það er ekki langt síðan) þá fermdist ég. Ég tók þessa ákvörðun mjög alvarlega. Kynnti mér trúmál furðuvel af 12 ára hnátu að vera og vildi virkilega taka rétta ákvörðun....eins og maður vill nú oftast. Mig langaði að fermast en var í fullri alvöru að spá í að sleppa því þar sem mér fannst kirkjan ekki vera sjálfri sér samkvæm í einu. Af hverju máttu samkynhneigðir ekki gifta sig í kirkju? Ég vissi ekki að það mætti ekki fyrr en ég spurði hreinlega að þessu í fermingarfræðslu...getiði ímyndað ykkur svipinn á prestinum! Ég man bara að svarið var að þetta væri voða mikið no no. Man ekki mikið af þessum fundi en ég þekki sjálfa mig nokkuð vel og get rétt ímyndað mér að ég hafi spurt hverju þetta óréttlæti sætti en svarið hefur líklega verið svo loðið og teygjanlegt að ég man það ekki í dag. Eftir þetta íhugaði ég að hætta þessari fermingafræðslu sem kenndi mér að maður ætti að elska náungan skilyrðislaust...bara ekki leyfa honum að giftast í Guðs húsi!?! þetta voru mjög truflandi skilaboð fyrir óharðnað fermingabarn og eru það enn fyrir alla. Ég hreinlega skil ekki hvaða rök kirkjan hefur gegn því að opna dyr sínar fyrir öllum sínum lömbum. Ég fermdist...enda eins og ég sagði óharnað fermingabarn, en þegar þessi umræða kemur upp þá fæ ég alltaf pínu samviskubit að hafa ekki staðið við sannfæringu mína og sleppt því. Spurning hverju það hefði breytt?!


Göfugt markmið en hvernig á að ná því?

 Ég fagna innilega svona markmiðasetningu. Það er þó ekki laust við að maður veltir aðeins vöngum yfir því hvort þetta náist á svo skömmum tíma. Hátækni, vísinda, mest og best er eitthvað sem má alveg setja í fyrirsögn markmiðanna en það má aldrei, aldrei gleymast að þeim verður ekki náð nema með fólkinu sem vinnur á spítalanum. Þannig að einn af megin framkvæmdaþáttum til að ná settu markmiði er að styrkja starfsfólkið. Bæta aðstöðu þess og möguleika á að sinna sínu starfi sem skyldi. Ætli svona markmið náist á spítala sem er rétt rúmlega hálf mannaður?


mbl.is LSH komist í hóp fimm bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóan

Jæja skrapp út í göngu með sys í gær.

Svo sem ekki í frásögu færandi nema það að þar sá ég lóuna í fyrsta skipti í sumar. Mér finnst alltaf svo dásamlegt að sjá og sérstaklega heyra í henni. Kannski frekar hallærislegt,veit ég, að kætast yfir einhverjum fugli en ég er bara ekkert meira kúl en þetta. Mér finnst líka yndislegt að heyra fuglasöng á morgnanna og finnst fyrsta grillpartýið alltaf það allra skemmtilegasta. Það þarf sem sagt ekki mikið til að gleðja mig...en sælir eru þeir sem einfaldir eru.

 

 


Dásamlega danaveldi!

Nú er ég hér í yndislegu veðri á fundi Norðurlandasamstarfs hjúkrunarfræðinema. Við erum fulltrúar hvers lands litlum sumarbústað hvort með okkar herbergi og baðherbergi. Fundarsalurinn er svo á hótelinu á lóðinni þar sem morgun- kaffi, milli kaffi, hádegis, kaffi, meira kaffi og svo hrikalega góður kvöldmatur. Hvað er með þennan danska mat, úff hvað þetta er hrikalega góður matur.

Við fórum að skoða kastala Hamlets...leitaði að honum en fann ekki?!

Nú er fundurinn að byrja aftur og ég held áfram að tjá mig á dönsku skotinni ensku.


Hækka launin í samræmi við nám og ábyrgð!

Það er gott að landlæknisembættið hefur tekið við sér!

Það er sláandi að skoða skýrlsu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um yfirvofandi skort á hjúkrunarfræðingum nú þegar og á næstu árum. Það er þó skammgóður vermir að ætla sér eingöngu að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. Það verður að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, það er nefninlega ekki tryggt að nemarnir komi til vinnu eftir útskrift. Til dæmis má nefna að mjög fáir hjúkrunarfræðinemar af 4.ári hafa ráðið sig til starfa við LSH nú í sumar vegna lélegra kjara. 

Það er ekki kræsilegt til þess að hugsa að fara að vinna á yfirfullum spítala þar sem sjúklingar eru lagðir inn á ganga deildanna vegna sumarlokana. Hjúkrunarfræðingar eru í raun stöðugt á bakvakt þar sem reynt er að ná í viðkomandi dag og nótt til að bjarga því sem bjargað verður sambandi við mönnun og síðast en ekki síst er hrikalega erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og löngun og metnaður hjúkrunarfræðingsins segir til um vegna tímaskorts...það er hættulegt!

Þó erfitt sé að líta framhjá þessum staðreyndum er samt grundvallar atriðið þetta:

Hjúkrunarfræðingar hafa að baki að minnsta kosti 4 ára háskólamenntun, BSc gráðu. Fjölmargir hafa sérfræðimenntun á sínu sviði. Í samræmi við menntun og þekkingu er ábyrgð á herðum hjúkrunarfræðinga mjög mikil. Nú þarf að að láta LAUN hjúkrunarfræðinga fylgja menntun og ábyrgð þeirra! Með því fást fleiri hjúkrunarfræðingar til starfa við þetta frábæra og fjölbreytta starf!

 


mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætt á svæðið

Jæja komin með .is fyrir aftan nafnið...

Kominn tími til að það gerðist. Finnst ég nú þegar orðin miklu merkilegri og gott ef ekki skemmtilegri fyrir vikið.

Ég ætla að byrja á að óska fólki svona almennt gleðilegra páska og mun hafa mun meira að segja síðar!


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband