lítill prestur í svörtum kjól

Jæja ég ætla að vera eins og allir hinir...það er svo gott að synda með straumnum, reynir ekki jafn mikið á og að vera á móti. Já ég ætla að blogga um prestastefnuna. Reyndi að sleppa því en þetta er bara of mikið bíó til að láta það framhjá fara óumbloggað (ef það er orð).

Nú þegar vorar þá hugsar maður um fyrri vor. Eitt vorið ekki alls fyrir löngu (já ekki orð það er ekki langt síðan) þá fermdist ég. Ég tók þessa ákvörðun mjög alvarlega. Kynnti mér trúmál furðuvel af 12 ára hnátu að vera og vildi virkilega taka rétta ákvörðun....eins og maður vill nú oftast. Mig langaði að fermast en var í fullri alvöru að spá í að sleppa því þar sem mér fannst kirkjan ekki vera sjálfri sér samkvæm í einu. Af hverju máttu samkynhneigðir ekki gifta sig í kirkju? Ég vissi ekki að það mætti ekki fyrr en ég spurði hreinlega að þessu í fermingarfræðslu...getiði ímyndað ykkur svipinn á prestinum! Ég man bara að svarið var að þetta væri voða mikið no no. Man ekki mikið af þessum fundi en ég þekki sjálfa mig nokkuð vel og get rétt ímyndað mér að ég hafi spurt hverju þetta óréttlæti sætti en svarið hefur líklega verið svo loðið og teygjanlegt að ég man það ekki í dag. Eftir þetta íhugaði ég að hætta þessari fermingafræðslu sem kenndi mér að maður ætti að elska náungan skilyrðislaust...bara ekki leyfa honum að giftast í Guðs húsi!?! þetta voru mjög truflandi skilaboð fyrir óharðnað fermingabarn og eru það enn fyrir alla. Ég hreinlega skil ekki hvaða rök kirkjan hefur gegn því að opna dyr sínar fyrir öllum sínum lömbum. Ég fermdist...enda eins og ég sagði óharnað fermingabarn, en þegar þessi umræða kemur upp þá fæ ég alltaf pínu samviskubit að hafa ekki staðið við sannfæringu mína og sleppt því. Spurning hverju það hefði breytt?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband