Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 21.2.2008 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæbb við sáum Everest í dag eða Sagarmatha eins og það heitir á nepölsku. Við fórum sem sagt í útsýnisflug um Himalaya. Við fórum eldsnemma í morgun. Vöknuðum kl 5 í nótt og héldum í æsi-fleygiferð með eldgömlum leigubíl um myrkvaðar götur Katmandu, þar sem ekki er verið að splæsa í götulýsingu svona snemma að morgni. Við vöknuðum vel í aftursætinu. Bæði af æsingi við að fylgjast með því hvort einhver væri keyrð niður af þeim dökkklæddu verum sem voru komnar á fætur en einnig vegna gífurlegs kulda. Þegar við svo komum á flugvöllinn var ekki búið að opna þannig að takk fyrir urðum við að bíða fyrir utan í MIKLUM kulda. Heimamenn voru á leið út á land, en 85% þjóðarinnar býr í dreifðum byggðum landsins. Með í för voru heilu og hálfu stæðurnar af eggjum, gaseldavél, ein til tvær risatunnur fullar af einhverju góðgæti og svo náttúrulega ársbyrgðir af tiger-balm! Þegar var svo kallað út í flugvél upphófst alveg svakalegur æsingu með hrópum og köllum. Ein hjónin sem ég sá koma inn á svipuðum tíma og okkur, voru fyrst um sinn bara með sinn hefðbundna farangur, egg og svona og eitt barn. Síðan þegar kallað var út í vél hlupu þau af stað með öll eggin. Ekki leið þó að löngu að mamman kom aftur hrópandi...þá hafði hún gleymt barninu í æsingnum.
Eftir stóðu náfölir, hljóðlátir ferðamenn sem skimuðu í kringum sig eins og álfar út úr hól. Enginn vissi neitt og allir héldu að útsýnisflugið hlyti að vera farið og skilið alla gláparana eftir á vellinum. Svo kom nú að því að við héldum út á völlinn um borð í relluna sem flutti okkur að þaki heimsins. Og þvílíkt þak. Að sjá sólina koma upp yfir þessum óhugnanlega fallegu fjöllum var stórkostlegt. Reyndar var svolítið mistur þannig að skilyrði til myndatöku voru ekki eins og best verður á kosið en upplifunin var engu að síður mögnuð. Svo fengum við eitt af öðru að fara fram í flugstjórnarklefann og líta dýrðina augum. Þegar ég fékk að líta í gegnum framrúðuna blasti það við mér...Evrest...tindur í fjarskanum!Bloggar | 20.2.2008 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 18.2.2008 | 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 16.2.2008 | 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alla vega líður okkur ljómandi. Hér er net afskaplega hægt þannig að hver færsla er afskaplega dýrmæt!
Bloggar | 15.2.2008 | 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 13.2.2008 | 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við tókum einn rólegan dag til viðbótar og sváfum út. Röltum niður í bæ og reyndum að komast á netið þar sem að datt út hér á herberginu. Við pöntuðum hótel í nepal en þangað höldum við um hádegisbilið á morgun. Þetta er hótel aðeins út úr bænum kannski ágætt að hvíla sig á stórborgarmengun og hávaða? Park village hotel lofar góðu ...sjáum til!
Bloggar | 13.2.2008 | 15:41 (breytt kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Namaste!
Blogg 8.2.08 Komin til Agra og menningarsjokkið ekkert að jafna sig. Gerir það líklega ekki fyrr en við hypjum okkur héðan. Get ekki sagt að við Pálmi höfum fallið fyrir Indlandi. Við höfum nánast alls staðar verið snuðuð um það sem okkur hefur verið lofað um og það tekur nokkuð á taugarnar að treysta ekki nokkrum einasta manni. Við erum farin að finna vel fyrir 3 daga svefnleysi, hungri og taugatitringi. Pálmi er komin með hita en vonandi er það ekkert nema álagið að segja til sín. Við fórum í dag með bílstjóra til Agra. Þetta var ákaflega hávaðasöm ferð þar sem allir flauta allan tímann og umferðin er ekki fyrir hjartveika! Við förum á morgun að skoða hið fræga Taj Mahal og finnst okkur báðum kominn tími til að sjá eitthvað fallegt og vonum að það gangi eftir á morgun. Við verðum líklega aðra nótt hér og reynum svo að fara til Delí aftur. Við ætlum að reyna að stytta ferðina okkar hér á Indlandi. Spurning hvað tekur við okkur í Nepal?Blogg 10.2.08 Jæja loksins er menningarsjokkið á undanhaldi og við búin að átta okkur á hlutunum hér í Indlandi...alla vega þeim sem hægt er að átta sig á! Til dæmis á maður aldrei, aldrei að taka fyrsta tilboði um neitt. Ekki fyrsta hótelherberginu sem þér er boðið á hótelinu, ekki fyrsta hótelinu ef því er að skipta. Við höfum gerst kröfuharðari og frekari með hverju svindlinu og fengið okkar í gegn með frekjuna eina að vopni. Maður svara bara í sömu mynt. Við erum sem sagt komin til Delí aftur eftir að blúsinn tók yfir og við lögðum hreinlega ekki í mikið ferðalag í þessu landi. Það verður að bíða betri tíma enda nóg að skoða hér í þessari 15 milljón manna borg. AgraFerðin okkar til Agra var þó mjög vel heppnuð fyrir utan hótel vesen. Okkur var lofað fínu hóteli í Agra ekki langt frá Taj Mahal. Þegar við svo komum þangað beið okkar mjög svo myglað hótelherbergi sem einhver hafði ætlað að redda á síðustu stundu með að spreyja vel af ilmúða yfir...eins gott og það er nú. Í lobbýinu stóðu hvorki fleiri né færri en 4 sveittir hlýrabola, ístrukallar og umhverfis hótelið voru bara betlarar og geitur. Við sem ekki höfðum sofið almennilega í 3 sólarhringa, ekki borðað í svipað langan tíma og búið að snuða okkur þegar um 2 nætur, misstum okkur í reiðinni. Ég verð að segja að ég sá hreinlega rautt! Við stöppuðum niður fæti og kröfðumst betra hótels. Bílstjórinn okkar (sem ég var þegar búinn að skamma fyrir að keyra alltof hratt, bílhræðsla lagast lítið í indveskri umferð) varð mjög skömmustulegur og hundskaðist með okkur á ágætis hótel. Eftir smá svefn og át á McDonalds rann okkur reiðin og við fórum að sjá húmorinn í þessu öllu. Við ákváðum þó að við yrðum að láta skynsemina ráða og fara aðeins hægar af stað, en við höfðum fram að þessu ekki verið á einu hóteli lengur en 1 nótt og varla sofið þar sem við vorum mjög dægurvillt. Við vorum því 2 nætur í Agra. Taj MahalÞann 9. fórum við að sjá Taj Mahal og þvílík upplifun. Að ganga inn um hliðið inn að byggingunni og sjá hana í öllu sínu veldi. Mér fannst hún miklu stærri heldur en ég hafði ímyndað mér. Við vorum þarna í sól og köldum himalaya vindi, veðri sem svipar mikið til fallegra vordaga á Skerinu. Endurkastið frá hvítum marmaranum er svo mikið að ég fékk ofbirtu í augun. Margir Indverjar fara að Taj um helgar og konurnar klæða sig þá upp í fallega sarí og kóróna hreinlega upplifunina. Agra Fort Mjög flottur kastali sem byggður var að Akbar keisara árið 1565. Frábært útsýni er þaðan yfir að Taj Mahal. Við höfðum beðið um að vera á sama hótel herbergi seinni nóttina okkar í Agra. Það var þó eitthvert vandamál þar sem hótelið var að sögn (sem sjaldnast er að marka hér á landi) uppbókað. Travelagentinn okkar ráðlagi okkur því að fara bara af herberginu í dagsferðir með herbergislykill í vasanum og láta ekki sjá okkur á hótelinu fyrr en um 21. Við fórum eftir þessum tilmælum og héldum herberginu í gíslingu þann daginn ekki vitandi hvar við myndum gista ef okkur yrði hent út!! Við skoðuðum Agra allan daginn Taj Mahal, Agra Fort, fengum okkur góðan indverskan mat og laumuðumst svo upp á herbergi. Það sagði enginn neitt og við sváfum rótt í herberginu okkar síðustu nótt. Núna seinni partinn eftir að við komum aftur hingað til Delí lentum við aftur í hótelherbergja rugli. Sami pakkinn mygluherbergi og sveittir lobby- karlar, en vorum sneggri til að skrúfa upp frekjuna og lúllum núna á fínu hóteli, Karat 87 í Karol Bangh hverfi sem er heimili líflegs markaðar. Við röltum markaðinn fram og aftur, fengum okkur að borða, spjölluðum við huggulega indverska fjölskyldu og nú að blogga og slaka á þessu fína herbergi. Já, hlutirnir hafa svo sannarlega snúist til hins betra. Kveðja Elín Birna
Bloggar | 11.2.2008 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 9.2.2008 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það gera sér allir grein fyrir því að það er ekki ókeypis að fara í svona ferð, en kostnaður við lyf og bólusetningar er ógeðslega mikill. Ég var að koma úr apótekinu þar sem ég eyddi 20.000 kr á einu bretti í verkja-, malaríu- og ýmis skemmtilyf. Bólusetningarnar frá Tælandsferðinni duga enn sem betur fer þannig að sá kostnaður dreifist á lengri tíma. Bólusetningar og lyf eru í heild líklega að kosta okkur um 70 þús krónur...fyrir okkur tvö NB! En þetta er samt góð trygging ekki vill maður fá eitthvað af þessum hrikalegu sjúkdómum sem eru sem betur fer ekki lengur landlægir hér á Skerinu.
Talandi um tryggingar er eins gott að hafa þær á hreinu. Við fáum tryggingar í gegnum okkar kredit-kort í 60 daga. Þar sem við erum í rúma 90 daga þurfum við að kaupa auka tryggingu fyrir rúma 30 daga og það er líka kostnaður... þó bara smáaurar miðað við ýmislegt annað í kringum þessa ferð.
Annar felukostnaður er varðandi vegabréfsáritanir. Fyrir okkur tvö munu 3 vegabréfsáritanir kosta um 26 þús. En þá er eftir að borga vegabréfsáritanir í löndunum sjálfum en þær er stundum hægt að fá á flugvöllum landanna.
Jæja, þetta er allt peningur sem er leiðinlegt að leggja af hendi því manni finnst varan sem maður fær eitthvað svo léttvæg og leiðinleg, þó í raun sé hún svo mikilvæg og ómissandi. Mér allavega líður mun betur útstunginni af bólusetningum og með kíló í yfirvigt af lyfjum heldur en ekki!
Bloggar | 21.1.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania