Færsluflokkur: Bloggar

Allt í fína...frá kína!

 

8. apríl

fórum við upp á Victoria peak sem er fjallstindur þar sem útsýnið yfir Hong Kong er hvað magnaðast. Við héldum upp snarbratta brekkuna með Tram = lítill lest sem skríður upp fjallshlíðina með óttaslegna ferðamenn innanborðs. Þó að það hafi verið lágskýjað sveik útsýnið okkur ekki. Skýjakljúfana bar við sjóinn og grænar hlíðar til beggja handa. Þarna í hlíðinni búa ríkir Hong Kong búar...liðið sem er með íbúðirnar sínar í Elle Decore. Sá einmitt eina svoleiðis íbúð í einu blaðanna sem ég fletti á netkaffihúsinu og það var sko ekki IKEA bragur á þeirri holu.             Hong Kong er mjög sérstök borg. Ofurnútímaleg en á næsta götuhorni eru seld svínseyru og þurrkaðir ungar sem jakkalakkarnir borða í hádegishléinu sínu. Hong Kong er hrein, skipulögð og samgöngurnar eru snilld. 22 krónur í ferjuna milli eyjanna, 44 krónur í strætó sem gengur á 5 mín fresti...svona á þetta að vera! Við fundum ekki mikið fyrir menguninni sem mikið er talað um en við erum líka á fínum tíma þar sem hitinn er ekkert hrikalegur. Rétt um 27-8 gráður og 65% raki...veðurfréttunum er sjónvarpað meðan maður bíður eftir ferjunni.              9.4Við erum kominn til Peking. There are nine million bicycles in Beijing...ég sé þau nú reyndar ekki. Það eru vissulega margir á hjólum en flest hafa þau fengið að fjúka fyrir fák capitalismans, bílnum. Það er nóg af þeim hérna.  10.4 Við fórum í gær í menningarferð í matvöruverslun. Þar fengust kjúklingabitar í lausu. Maður valdi þá bara úr ísbala svona eins og maður veldur sér epli í ávaxtadeildinni í Bónus. Það var líka hægt að fá gullfiska og gælu-skjaldbökur. Endalaust úrval af núðlusúpum og nánast jafnmikið úrval af alls kyns kremum sem hvítta húðina, en það er voða heitt í þessari álfu hef ég séð. Við löbbuðum reyndar bara út með snakk, jógúrt og coka cola...val hinna frjálsu þjóða.  En í dag fórum við aftur á móti á stefnumót við söguna í Forboðnu borginni. Reyndar eftir að hafa stoppað í búð og keypt jakka og peysu á liðið þar sem við erum búin að senda öll okkar hlýu föt heim og við höfum ekki upplifað annan eins kulda síðan fyrsta kvöldið okkar í Nepal.             Við tókum yfir fulla neðanjarðarlest og komumst loks á leiðarenda. Þarna var margmenni. Allir stóðu og tóku myndir af hverjir öðrum. Asísk myndataka fer þannig fram að þú skipar vini þínum frekar hátt hvar hann á að standa. Síðan mundarðu myndavélina og telur hátt og skýrt...1, 2, 3 og smellir af og hlærð þegar þessu er lokið. Módelið brosir mjög ákaflega og gerir peace merki með puttunum. Mér var að einhverjum ástæðum bannað að taka myndir...en ég læt nú samt þær fljóta með sem ég tók.             Þetta var mögnuð upplifun að vera komin á þennan stað. Það spillti þó svolítið fyrir hve grátt veðrið var og kalt. Við hrisstums og nötruðum á milli bygginganna enda búin að hafa mikið fyrir því að aðlaga okkur 30 stiga hita og vorum ekki undirbúin í 13 gráðurnar!  

 


Hong Kong er...

storborg. her er haegt ad fa allt sem hugann girnist og miklu meira en tad. Vid erum herna a kaffihusi sem bidur upp a tolvu-notkun hvad annad enda tessi borg svo virud ad vid erum naestum flaekt i veraldarvefinn. Af er tad sem adur var og madur fann varla tolvu i Indonesiu. Hong Kong er lika DYR borg. Vid til daemis borgum 4500 kr fyrir 4 fermetra herbergi...tad er svo litid ad vid palmi verum ad skiptast a ad klaeda okkur a morgnanna tar sem ekki er haegt ad opna badar toskurnar okkar i einu.

Vid gatum to fjarfest i ferd til Peking ekki a morgun heldur hinn. Verdum tar i nokkra daga. Tadan er ferdinni heitid med lest til Xian. Terracotta hermennirnir heimsottir og svo tadan aftur til Hong Kong.


Balí...alla malla...of mikið!

Við erum enn á Balí. Nú höfum við aðeins komist út fyrir mesta plastið = ofur túristískur staður sem nánast er búinn til fyrir ferðamenn. Við fórum til Ubud. Þar sáum fórum við í Apa skóginn sem ber nafn með rentu. Við komuna þangað ákváðum við að kaupa bananapoka fyrir apana. Ég var búin að ganga um það bil 3 metra með pokann þegar api birtist, klifraði eldsnökkt upp legginn á mér og hirti af mér pokann. Sá api varð saddur þann daginn! Annars var allt fullt af öpum þarna. Allir jafn hrikalega krúttlegir og miklir prakkara, stelandi öllu sem þeir fundu. Maður þurfti að passa vatnsflöskur og myndavélar.            Í ubud fórum við svo á markaðinn og fengum okkur indonesískan mat. Eftir þetta fórum við svo að sjá hrísgrjónaakra sem eru byggðir í fjallshlíðunum (rice terrace). Þetta var ótrúlega flott sjón. Við akurinn spjallaði ég við eldhressan, tannlausan kall sem var að veiða drekaflugur fyrir hænurnar sínar... skyldist mér á látbragði hans og googgogo hljóðum þegar ég spurði hann ala actionary hvað hann gerði við flugurnar.  2.4Svo í dag fórum við í rafting og þvílíkt stuð. Endalausar flúðir og svo 5 metra fall....aftur á bak! Alger snilld. Pálmi fór gjörsamlega á kostum datt í allar áttir og missti skóinn...oní sjóinn (ánna)...þegar hann kom að landi var skórinn fullur af sandi! Já hann missti líka árina, brjálað að gera hjá honum. Þetta var alveg frábær dagur í alla staði. Erum núna á kaffihúsi eftir að hafa gengið berserks gang í hrikaleg flottu og girnilegu bakaríi þar sem keyptum allt sem okkur langaði í...mmmmm.  Hérna verðum við til 5. apríl þá förum við til Hong Kong.

Blogg frá Indonesíu


Gleðilega páska þó seint sé.

 

Það hefur margt drifið á daga okkar síðan við blogguðum síðast. Við fórum frá Sengiggi, Lombok eftir að hafa verið þar í 2 daga. Þar var svo sem ágætt að vera en ef til vill full rólegt að okkar mati. Við drifum okkur því til Gili eyja og þvílík paradís sem þær eru. Litla tropikal eyjar þar sem enginn umferð er önnur en hestvagnar og hjól. Börnin leika sér berössuð í sjónum og allir þekkja alla. Þar ætluðum við bara að vera í 2 daga en enduðum í 5 dögum eða þangað til peningurinn okkar var uppurinn en það er enginn hraðbanki á þessum eyjum og enginn tekur kort!

           

Ég gerðist svo djörf að drífa mig á köfunarnámskeið og er núna með byrjunar próf í köfun...takk fyrir takk. Þvílíkt ævintýri að kafa þarna við eyjarnar. Botninn er nánast þakinn kóral og fiska faunan eftir því fjölbreytt og litrík. Ég sá barakuta fiska, sjó ála í öllum litum og SKJALDBÖKUR. Ég sá í þeim köfunum sem ég fór í samtals 6 skjaldbökur og þær voru nánast í fanginu á manni. Þær líta á kafara á þessum slóðum sem hluta af sjávarlífinu og þar sem er algerlega bannað að snerta þær á þessum slóðum hræðast þær ekki þessa undarlegu fiska með froskalappirnar og ljótu gleraugun. Ein risastór, eldri skjaldbaka var að japla á kórölunum bara svona 30 cm frá mér. Þvílík upplifun! Veðrið var nú reyndar svolítið að stríða okkur. Hér eru þrumur, eldingar og tilheyrandi úrhelli daglegt brauð. Þetta háir okkur ekki mikið en eldingarnar voru aðeins of nálægt að mati Pálma þegar þær lentu í bakgarðinum við litla strákofann okkar í Gili Trawangan. Á meðan var ég út á sjó í köfun og skyldi ekkert í þessu blikki sem lýsti annað slagið upp sjávarbotninn...en það voru auðvitað eldingar. Þegar við komum svo upp á yfirborðið tók ekki betra við. Öldugangurinn var þvílíkur að ég hélt að við kæmumst aldrei um borð í bátinn en allt gekk þetta að lokum.

 

Núna erum við komin til Balí eftir eina erfiðustu ferð okkar hingað til. Við keyptum ferð með FAST boat hingað frá Lombok! Maður sér á milli eyjanna og ferðin á að taka um 1 og hálfan tíma en báturinn  missti afl á örðum mótornum í upphafi ferðarinnar og eftir það tók ferðin um 4 tíma. Þá tók við ferð í óloftkældum bíl og í allt þurftum við að vera á ferðinni í 12 tíma, TAKK.  En nú erum við komin til Balí. Og þvílíkt líf. Hér er allt til alls og miklu meira...tourism gone mad! Við höfum ekki séð svona mikið af túrhestum í allri ferðinni. Það er svo sem allt í lagi en erum voðalega fegin að hafa ekki verið í þessum pakka alla ferðina.  Við tökum þó starf okkar sem túrista mjög alvarlega og höfum farið samvisku samlega að gera allt sem hinir gera. Borða á Hard Rock og sulla í Hard rock sundlauginni sem er með sérsmíðaða strönd...40 metra frá hinni víðfrægu Kuta strönd hinum megin við girðinguna. Við ætlum þó að reyna að komast að smá menningu Balí-búa og drífa okkur til Ubud á næstu dögum.

 

 


Ho Chi Minh og svo Lombok

13.3

Jæja nú sit ég inn á herbergi með víetnamskan skemmtiþátt í sjónvarpinu...mjög skemmtilegur og fræðandi sérstaklega þar sem ég túlka hann algerlega eftir eigin hentugleika. Söguþráðurinn er samkvæmt mínum skilning, maður um borð í flugvél kann ekkert að haga sér í svoleiðis apparati. Flugfreyjan (leikin af karlmanni...minnir svolítið á spaugstofuna, voða fyndið :) reynir að hemja þann heimska sem lætur eins og sannkallaður flugdólgur. Gengur voða mikið út á að hoppa og hrópa.

            En ég ætla nú alls ekki að blogga um víetnamskt sjónvarpsefni. Við erum núna í Saigon/Ho Chi Mihn borg. Mjög flott og í raun falleg borg það litla sem við höfum í raun séð af henni. Hér streyma vespur (mótorknúnar) um göturnar í milljóna tali. Það segir á einum stað í Lonley planet bókinni okkar að það að fara yfir götu í Víetnam sé listform. Guð minn almáttugur, þvílíkir listamenn hljótum við þá að vera. Við Pálmi afrekuðum það í gær að fara yfir stærstu gatnamót sem ég hef á ævinni séð. Bílar, hjól, cyklo og vespur koma æðandi úr öllum áttum og við eins og í Matrix beygjum okkur og sveigum til að forða árekstri.

            Í gær fórum við um borgina, bara svona strollandi um göturnar. Ekki með neina ákveðna stefnu. Bara labbandi eitthvert, kíkja inn á næsta áhugverða stað sem verður á vegi okkar. Þó vissulega sé mikilvægt að kíkja á söfn, pagodur og rústir þá finnst okkur Pálma við oft læra mest um þjóðina á hverjum stað með þessu móti. Einnig með því að fara á markaðinn á hverjum stað. Í raun eru markaðsferðir orðnar sérstakt áhugamál hjá mér. Ekki til að kaupa mér eitthvað, heldur til að upplifa stemninguna, sjá matinn sem fólk borðar, hávaðinn, hitinn, allt er þetta eitthvað sem heillar mig af einhverjum ástæðum.

            Þessi borg er mjög nýtískuleg en á sama tíma ber greinilega sterkan keim af Saigon fyrri ára. Í miðbænum eru heilmargar flottar búðir og kaffihús. En við sömu götu er ef til vill gömul kona að steikja fremur skuggalega kjúklinga í súpu sem svo seld er á nokkrar íslenskar krónur.

 

14.3

            Í dag fórum við svo á stríðsminjasafnið. Þvílíkt safn. Við vorum bæði eftir okkur eftir þessa heimsókn. Þarna eru  hræðilegar myndir sem sýna hrikalegar aðstæður fólks í stríði, hvort sem er hermenn eða óbreyttir borgarar.

 

17.3

Núna erum komin til Indónesíu á eyjuna Lombok. Hér er ósköp ljúft að vera. Höfum verið tvo daga í sundlaugasulli og afslöppun á mjög fínu hóteli. Í  biblíunni okkar lonley palnet sagði að auðvelt væri að semja um verðið hérna. Það reyndist rétt og fengum við næstum 40% afslátt og erum við nú sátt og sæl á hóteli Santosa. Hér er millibils ástand milli rigningatímans og þurrka tímans þannig að um hádegisbilið rignir yfirleitt hérna. Enginn hrikaleg rigning bara svona smá gusa sem slær aðeins og mesta hitan enn skilur eftir sig rosalegan raka! Ég er nánast komin með krullað hár vegna rakans (smá ýkjur). Þetta þíðir líka að það er ekki fullkomlega heiður himinn fyrir sóldýrkendur sem er allt í fína þar sem við erum hvorugt of miklir sólardýrkendur þó að hitinn eigi vel við mig

Á morgun er svo planið að kíkja á eyjar sem eru hér ekki langt frá og eru kallaða Gili eyjar. Við munum líklega koma okkur fyrir á Gili Trawangan. Okkur langar svo í framhaldinu að kíkja til Balí.


HOI AN 8-11.3

 

Já það er langt síðan að ég skrifaði síðast. Það hefur verið pínu vesen á nettengingunni. Við fórum sem sagt frá Hanoi til Danang og gistum eina nótt við Hoi An ströndina. Það rigndi heil ósköp þannig að dagurinn fór nú eiginlega í eitthvað allt annað en sólböð þann daginn. Við færðum okkur svo yfir í miðbæ Hoi An og þar fundum við lítinn blett af himnum...café 96. Dásamlegur veitingastaður sem rekinn er af einni stórfjölskyldu þar sem allir sjá um eldmennskuna og reksturinn. Afslappaðra andrúmsloft á veitingastað er ekki hægt að finna. Amman gengur um gólf með yngsta fjölskyldumeðliminn, 10 mánaða gutta, afi sér um grillið mamma og pabbi sjá um gestina og matseldina. Fullt út úr dyrum enda ekki furða þvílíkur matur...mmm. Við Pálmi ákváðum að við yrðum að reyna að læra eitthvað af þessu dásamlega fólki og þannig að við skelltum okkur á matreiðslunámskeið hjá herra Bup. Þannig að nú verða reglulega Víetnömsk þemakvöld á okkar heimili í framtíðinni.

Hoi An er alveg hrikalega skemmtilegur bær sem við mælum eindregið með að fólk heimsæki. Við leigðum okkur reiðhjól á  nokkrar krónur og hjóluðum um allt. Hoi An er líka heimili mjög, mjög margra klæðskera og já ég gaf undan. Óvart var ég allt í einu búin að kaupa kjóla og jakka...í eintölu nb!

            Við fórum einnig að skoða arfleið Champa ættarinnar í My Son. Þessar rústir eru á mjög fallegum stað. Í miðjum frumskógi við Hon Quap fjallið. Við fengum rigningu fyrri part dagsins sem var svo sem allt í lagi þar sem þokan gerði þessa upplifun eiginlega bara sterkari. Seinni partinn sigldum við svo niður Thu Bon ána niður í Hoi An.

             Nú erum við svo komin til Hué í miðju Víetnam. Hingað komum við með svefnrútu. Sem er rúta þar sem allir eru reknir úr skónum við komuna og svo holað á sinn bás. Ég var í efri hillu og Pálmi í neðri hillu. Svo brunaði bílstjórinn um göturnar. Í Víetnam er hægri umferð á pappírunum en í raun svona út um allt umferð! Við sváfum þó nokkuð rótt á básunum okkar. Við verðum svo hérna á Holiday hótel tvær nætur svo fljúgum við til Ho Chi Mihn borgar.

Halong Bay

4.3 Ho Chi Minhjá við fórum og kíktum á hann Ho Chi Minh kallinn. Þessi þjóðhetja Víetnama lagði áherslu á lítillæti og vildi víst fyrir alla muni fá látlausa útför og ekki vera prentaður á peninga. Það fór eitthvað aðeins öðruvísi en ætlað var. Hann hvílir nú í glerkistu eins og mjallhvít forðum og langar raðir fólks koma til að berja jarðneskar leifar mannsins augum. Andlit Ho Chi Minh er líka prentað á allar þær milljónir donga sem við berum í ferðamannapungum okkar. Við fórum líka að sjá musteri bókmennta en það er eiginlega  fyrsti háskóli Víetnam. Musterið er eiginlega saman safn fallegar byggingar í fögrum garði.Við fórum líka á markað þar sem allt, þá meina ég allt milli himins og jarðar er selt. Matvara eins og gullfiskar, álar og froskar...allt lifandi. Alls kyns skeljar og dótarí, ávextir sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita og hvað þá hvernig þeir bragðast. Við erum þó búin að kaupa okkur nokkrar tegundir og prófa...efst á vinsældalistanum í augnablikinu er Dreka ávöxtur (lausleg þýðing).  Þann 5. 3 fórum við svo í siglingu um Halong Bay. Þvílík ferð og náttúrufegurð. Við sigldum á milli gullfallegra eyja á mjög flottum bát...eiginlega fljótandi lúxus-hóteli. Gengum upp á topp Titpot eyjarinnar. Heimsóttum fólk sem býr í fljótandi þorpum í Halong Bay. Þar er meira að segja búið að koma upp skóla fyrir litlu fljótaþorps börnin. Síðan drifum við Pálmi okkur á kayak. Það var yndisleg upplifun að sigla milli eyjanna. Ekkert heyrðist nema fuglasöngur og einstaka köll frá fólkinu á bátunum í kring...ekkert vélarhljóð eða umferðaflaut (sem við erum búin að kynnast MJÖG vel öllum þeim borgum sem við höfum heimsótt) og engin mengun! Náttúrubarnið í mér gladdist innilega. Eftir margrétta kvöldmat létum við bátinn rugga okkur í svefn...mmm. Daginn eftir kíktum við á Hang Sung Sot helli. Hann skiptist í þrjú rými hvert öðru stærra. Þarna er búið að lýsa hellinn upp með mislitum kösturum. Frá hellinum er svo stórkostlegt útsýni. Síðan tók við sigling til hafnarinnar á meðan við sátum í sólstólum og létum fara vel um okkur á þaki bátsins...ekki lélegt. Við komum svo núna í kvöl og tékkuðum okkur inn á 15 dollara herbergið okkar. Það er svo sem allt í lagi en þegar við komum til baka af veitingastað kvöldsins vorum við óvænt búin að eignast herbergisfélaga. Brúnt nagdýr með skott... Þar sem við teljum okkur ekki tilbúin í þá ábyrgð að eiga gæludýr ákváðum við að eftirláta herbergið litla greyinu og fluttum okkur á aðeins betra hótel. Á morgun fljúgum við svo til Danag og verðum þar eina nótt svo til Hué! Bless í bili, kíkið á myndirnar. 

HANOI

Við erum hér enn í Hanoi enda eiginlega alveg útslegin eftir þessa rosaferð okkar um 4 lönd á 24 tímum! Búin að sofa í næstum 48 tíma...með smá ýkjum. Við verðum hér í Hanoi í 2 daga til viðbótar ef til vill einum degi lengur en við ætluðum okkur en erfitt er að bóka ferðir þar sem mikill ferðamanna straumur er hérna núna. Við erum þó búin að verja deginum okkar vel. Við skipulögðum ferðin okkar frá Hanoi til Saigon. Við verðum hér í 2 daga í viðbót. 4.3 ætlum við í skipulagða skoðunarferð um borgina, voða túristar! Svo þann 5. förum við til Halong Bay og gistum þar á rosafínum bát eina nótt, kayak ferð og fleira skemmtilegt innifalið. Síðan höldum við til Hué, verðum þar í 2 daga.  Þaðan förum við til Hoi An verðum þar í 3 daga með ferð til My Son og þaðan til Danang. Frá Danang fljúgum við til Danang til Saigon. Þar verðum við svo í 4 daga! Þetta er massa pakki og við vonum bara að hugur og heilsa haldist góð.

Við kunnum bara ljómandi vel við okkur hérna í Víetnam. Það er alveg rosalegt hvað þessi þrjú lönd sem við höfum heimsótt núna eru ólík. Það er kannski erfitt að greina nákvæmlega hvernig sá munur er. Munurinn verður kannski frekar gerður upp svona í lok ferðarinnar. En eitt er alveg víst að íbúar hvers staðar hafa mikið að segja hvernig maður upplifir landið.  Hér er fólk mjög almennilegt og hjálplegt. Tungumálaörðugleikar felast aðallega í því að við skiljum alls ekki víetnamskan framburð á engilsaxneskunni! sick peesoon = sex persónur, ring = drink, steee rææ = steamed rice. Þetta er samt allt að koma eins og þið sjáið þá erum við að farin að skilja þetta helsta.

 


Víetnam

Jæja þegar þetta er bloggað er ég á nokkurn vegin 28. vökutímanum mínum. Orðin nett klikk og biðst þess vegna forláts ef þessi bloggfærsla meikar ekki sens. Ferðin hófst í Katmandu sem við kvöddum með trega. Hefðum hugsanlega viljað ferðast meira um það land en því var ekki að fagna vegna aðstæðna í landinu. Þetta er land með magnaða sögu og algerlega einstakt. Samband Nepala og Tíbeta er líka sérstætt. Maður getur ekki varist þeirri hugsun að allt geti soðið þarna uppúr milli Maoista og stjórnarinnar...sem vissulega hefur gerst. Rafmagn er skammtað í landinu 2x á dag er rafmagnið tekið af í 4 tíma í senn. Ótrúlegt hvað manni tekst að laga sig að þeim undarlegu aðstæðum. Hituðum herbergið síðasta klukkutíman fyrir rafmagnsleysið, var alltaf með vasaljósið uppi við og svo framv. Bensínið er að skornum skammti þó að það horfi til betri vegar á næstu dögum þar sem verkfallinu hefur verið hætt á sléttunum (Terai). Kosningar verða haldnar 10 apríl næst komandi sem er í raun afleitur tími þar sem ferðamanna straumurinn er einmitt á þeim tíma og þar með fer mikið af tekjum þeirra sem búa í Katmandu og Pokhara. En vonum að allt fari þar vel að lokum.            Eftir frekar leiðinlegt flug með heilmiklu hringsóli yfir Delí-flugvelli lentum við í Indlandi…aftur. Síðan var flogið til Singapor. Vá þvílík viðbrigði. Lentum í nýjasta hluta þeirrar risa flugstöðvar. Gosbrunnar, pálmatré, gjörsamlega allar búðir sem um getur og HREIN KLÓSETT! Dálítið annað en Delhí já og Katmandu.            Fengum okkur Burger King í morgunmat…við lifum á mjög næringarríku matarræði. Sem sagt Robbi minn ef þú lest þetta þá veistu bara hvað þú átt eftir að þurfa að boot campa okkur mikið! Síðan var flogið til Vietnam!            Okkur finnst báðum eins og við séum lent í Tælandi aftur sem er bara jákvætt þar sem okkur leið báðum mjög vel þar. Við erum svo sem ekki búin að sjá mikið annað en Hanoi út um bílrúðu og svo hotel veggina en okkur list bara ljómandi á hvoru tveggja! 

Nagarkot

24.2 Ég þakkaði fyrir að hafa klætt mig í góðan brjóstahaldara í morgun þar sem bíllinn hoppaði á þröngum vegunum í Katmandu á leið sinni til Nagarkot. 40 kílómetrara hafa sjaldan verið jafn langir nema þá kannski hjá þeim sem hlaupa maraþon.  Þarna sátum við 6 í bíl sem verður líklega best líst sem uþb hálfu wv rúgbrauði. Hér er umferðin mjög erfið orðin vegna bensínleysis í landinu. Langar raðir hafa myndast við þær örfáu besínstöðvar sem opnar eru. Herinn hefur lokað hinum og stendur þar vörð. Við hossuðumst framhjá fólki þvo þvottinn sinn í grút skítugu vatni, baða sig upp úr sama vatni, elda mat við opinn eld í vegkantinum og konum gefa nokkra ára gömlum börnum sínum brjóst. Mika syngjandi sitt euro-popp í ipodinum var í fullkominni andstæðu við það sem fyrir augu bar. Eftir mikið skrölt, skopp og hossur  komumst við þó á leiðarenda, til Nagarkot. Við ákváðum að splæsa á okkur 4 stjörnu hóteli þar sem ég átti afmæli. Hótelið var mjög flott og gaman að gista á svona fínu hóteli þó að reikningurinn hafi í raun alls ekki verið 4 stjörnu. Hljóðaði í raun varla upp á meira en góða tjaldútilegu á Íslandi. 25.febrúar 2008Ég á afmæli í dag. Afmælisdagar eru alltaf svolítið tilhlökkunarefni hjá mér enda á ég svo góða að sem alltaf reyna að gera dagana minnisstæða. Þessi dagur líður mér seint úr minni. Við vöknuðum rétt fyrir 6 í morgun, klæddum okkur í öll hlýju fötin okkar og út á svalir að líta eitt stórfenglegasta útsýni sem ég hef á ævi minni séð. Himininn bleikur og teiknaði þannig útlínur Himalaya. Skyndilega birtist eldrauð rönd á milli fjallanna sem stækkaði og stækkaði. Sólinn steig upp á himininn á örfáum mínútum og varpaði birtu á fjallstoppana. Þvílíkt ævintýri.             Eftir að hafa dáðst að úsýninu og gert margar tilraunir til að ná góðri ljósmynd af þessari dýrð, fengum við okkur morgunmat. Síðan lögðum við okkur aðeins enda hvorugt okkar miklir morgunhanar. Síðan var ég vakin með afmælisköku sem við borðuðum úti á svölum með milljónkróna útsýni. Við höfðum borgað fyrir rútuferð bæði til og frá Nagarkot en bílstjórinn ákvað að það svaraði ekki kostnaði að ná í okkur í dag. Hótelstjórinn aumkaði sig þó yfir okkur og fengum við að sitja í bíl sem fór að ná í vistir niður í Katmandu. Við höfðum ætlað að vera lengur í Nagarkot en þar sem farið bauðst bara þarna kl 11 var eins gott að taka því. Hver veit hvenær næsta rúta fer úr Nagarkot eins og ástandið er núna. Reynar ganga almenningsrútur en þær eru frekar þétt setnar svo ekki sé meira sagt og við höfðum ómögulega lyst á að sitja á rútuþakinu niður kambana í 23 veldi frá Nagarkot! Við erum því komin aftur til Katmandu á guesthousið þar sem við vorum. Við förum svo héðan þann 28. febrúar og ætlum að halda okkur bara hérna í höfuðborginni þar sem samgöngur eru lamaðar að mestur, ekki þó flugsamgöngur, vegna fuel crisis eins og þeir orða það Nepalarnir.Einnig ætlum við að reyna að taka því rólega þar sem mér fannst það tilvalið að vera svolítið lasin svona í tilefni dagsins, voða gaman. En nú er það bara að fara á uppáhalds veitingastaðinn okkar hérna roadhouse café og fá sér góðan mat!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband