Færsluflokkur: Bloggar
Vid holdum til stone town a morgun og gistum tar eina nott og svo forum vid til Dar es Salam tadan sem vid fljugum. Sjaumst a Froni.
Bloggar | 24.10.2009 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jaeja, tad verdur ad segjast ad vid erum ekki alveg jafn flaekt i internetid her i afrikunni eins og i asiu. En nu loks komumst vid a netid og timinn nyttur i helstu maila og bankayfirlit.
Vid erum to buin ad upplifa margt og mikid. Vid forum fyrstu dagana til Masai Mara tjodgardinn tar sem vid saum fjoldan allan af framandi dyrum. Tetta er ljomandi aevintyri en lika rosalega mikil vinna. Vid erum dauduppgefin tegar vid skridum inn i tjaldid 21 tegar bydur okkur trukkferd kl 4 ad morgni! Vid skiptumst svo a ad vinna ,,heimilisverkin i trukknum. skera graenmeti, trifa trukkinn, vaska upp og setja upp tjaldid sitt a hverju degi. Vid hofum nu tegar upplifad masaia torp, s'ed ljon, giraffa, og sebrahesta. Einnig saum vid fil sem var ekki jafnanaegdur ad sja okkur tannig ad vid sprettum adeins ur spori i brakandi eydimerkurhita 'i fylgd vopnads tjodgardsvardar! maeli ekkert serstaklega med tvi...eg bokstaflega svitnadi a okklunum!
Vid forum svo til uganda tar sem vid stoppusum i Kampala og forum svo nordur ad Bunyoni vatni og attu tar fina afslappada daga sem eru nu ekki mjog margir i tessari ferd enda margt ad sja.
svo forum vid til ruanda sem var merkileg en erfid ferd. Vid heimsottum safn sem fjallar um tjodarmord hutua a tutsum og tad var ofogur saga eins og flestir geta ymindad ser og to mikid a taugarnar ad lesa frasagnir fornarlamba. Vi endudum svo daginn a ad fara og borda a ,,hotel rwanda".
6.okt rigndi svo eld og brennistein og vid forum nokkur af bjarga tvi sem bjargad vard og fluttum 15 tjold undir sma tak sem var tarna a tjaldstaedinu. hlupum faklaedd a tanum i grenjandi rigningu, eldingum og trumum 4 um hvert tjald. mjog hressandi lifsreynsla sem en minna hressandi ad fotin okkar voru gegnsosa.
Vid drifum okkur svo i fludasiglingu... hrikalega fludasiglingu 'a Hvitu Nil. Og eftir nokkrar fludir get eg sagt ad eg maeli ekki med mikilli drykkju a nilarvatni en tad vard ekki hja tvi komist i hamagangnum. Vid hvolfdum aftur og aftur og vid forum baedi okkar einka salibunur nidur brjaladar fludir Nilar en vorum svo hisjud upp a kajak tegar leidsogumonnunum fannst nog um volkid a okkur.
Vid forum svo til lake Nakuru og Nakuru her i Kenya og s'um enn fleiri framandi dyr svo sem flamingo fugla i tusunda tali og nashyrninga.
Nu erum vid i Nairobi og munum fara til Tansaniu a morgun. Vid verdum viku enn med hopnum okkar i trukknum en tann 17 forum vid til zanzibar og munum vera tar i 10 daga og komum svo heim.
hlokkum til ad sja ykkur oll!
Bloggar | 10.10.2009 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er ég búin að virkja myndasíðuna á flikr. Búin að setja inn nokkrar myndir frá sumrinu bara svona til að sjá að þetta virkar allt saman.
Ég held þó að ég verði nú ekki jafn flækt í Netið í Afríku eins og við vorum í Asíu. Við verðum heldur ekki með tölvuna með okkur þannig að við verðum að stóla á þær tölvur sem við finnum á leiðinni og ég held að þær séu ekki svo margar á Serengeti eða Masaia Mara...en hver veit kannski heyrist eitthvað frá okkur og vonandi get ég sett inn myndir og blogg annað slagið. Annars verður bara massa heimavinna í nóvember. Svo sem ekkert betra að gera í nóv en að hlaða inn myndum og skrifa ferðasöguna!
Bloggar | 13.9.2009 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 2.9.2009 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá erum við komin til enn eins landsins...Íslands.
Það var skrýtið að lenda í Keflavík í nákvæmlega sama veðri og þegar við fórum. Við keyrðum heim í myrkri og rigningu rétt eins og þegar við fórum af stað í febrúar. Þannig að fyrst um sinn áttuðum við okkur ekkert á því að við værum loks lent...heima. Dagurinn eftir rann þó upp bjartur og fallegur. Dásamlegt að koma svona beint inn í vorið og sumarið.
Við erum ekki búin að gera upp ferðina í máli og myndum. Spurning hvort það verði í raun ekki eilífðarverkefni? Það er þvílíkt magn af myndum með í för að það er ekki hægt að bjóða nokkrum upp á að skoða allar þessar myndir nema með góðum pásum á milli. En úrslita myndum verður þá troðið upp á hvern áhugamann svona við tækifæri.
Ferðin sjálf gekk svo vel að það er alveg ótrúlegt hvað við vorum heppin. Engu var stolið, ekkert týndist. Við misstum ekki af einu af þeim 21 flugi sem við fórum í. Við vorum við hestaheilsu nánast allan tíman og leið svo vel allan tíman. Ég vona bara að sem flestir upplifi svona frábæra ferð einhvern tíman.
Við erum mikið búin að velta fyrir okkur svona best of lista... en hann er nánast ekki hægt að gera þar sem þessi lönd eru ákaflega ólík. Það er náttúrulega alltaf gaman að koma á stað sem maður hefur í raun haft fyrir augunum í mörg ár. Kínamúrinn, Taj Mahal og Terra-Cotta hermennirnir eru þar á meðal. Fyrir mér persónulega var líka gríðarlega stór dagur að koma til Bodanath í Nepal (búdda stúpa). Nepal draumalandið og þetta einkenni Katmandu var einhvern vegin staðfesting á því að ég væri loksins, loksins komin þangað. Að sjá Evrest var nú heldur ekkert slor né heldur að kafa við kóralrif Gili eyja. Siglingin við Halong Bay í Víetnam var líka alveg stórkostleg. Víetnam var gríðarlega fjölreytt, fallegt og skemmtilegt land og getur vel verið að maður leggi leið sína aftur þangað...við tökum við pöntunum ef einhver vill skella sér með.
Bloggar | 11.5.2008 | 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæ jæja bloggið komið í lag og við komin til Ammmríku.
Við vorum þó þegar síðasta bloggfærsla var gerð í Hong Kong. Reyndar bara einn dag og þar var allt við það sama. Háhýsin enn á sínum stað og hlýtt og gott veður. Við vorum þar bara einn dag áður en förinni var heitið til Singapore.
Singapore er ákaflega hrein og bein borg. Nánast allt í nítíugráðu hornum og grasið í allri borginni jafn hátt! búið að valta yfir öll lágu húsin og þar með sálina í þessari borg. Búið að byggja háhýsium allt og alls staðar hægt að komst í Mall.
Núna erum við í fyrheitna landinu.
28. apríl
Afmælisdagur Snorra mágs. Við Pálmi héldum líka upp á okkar dag með því að fara í Universal Studios. Við urðum alveg eins og smá krakkar og fórum í öll tæki sem við fundum og skemmtum okkur svakalega vel. Þarna er boðið upp á ferð um studio svæðið þar sem allar frægu myndirnar og sjónvarpsþættirnir hafa verið teknar upp. Það er mjög skrýtið að sjá hvað kvimyndagerð er gríðarlegur iðnaður hérna og hvað stór og mikil atriði eru tekin á litlum blettum. Þegar maður sér hvað kvikmyndir eru mikið feik endalausar tæknibrellur, gervihús og gerviveður, þá skilur maður hvernig leikarar missa auðveldlega raunveruleikaskynið. Finnast þeir ýmist vera bara props...eða nafli alheims þar sem allt snýst um bíó í þessari borg. Allir að reyna að meika það. Einkenni L.A. eru sílikonbrjóst, bláhvítar tennur og gullin brunka.
Eftir ferðina í gegnum gerviheim bíómyndanna skelltum við okkur í bíó enda ekki annað hægt. Við sáum Baby Mama sem var bara ágætasta afþreyging og við náðum alveg að gleyma grevitrikkunum sem við höfðum kynnt okkur skömmu áður.
Bloggar | 29.4.2008 | 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vandamál við bloggið!
Ég er ekki sátt við bloghaldara morgunblaðsins þessa dagana. Hef ekki getað opnað mína eigin síðu í fleiri daga. Þannig að ég hef ekki getað bloggað neitt. Þeir hjá mogganum er ekkert að flýta sér að bregðast við mailum mínum um þessi mál. Jæja, ég kalla ykkur góð ef þið finnið þetta blogg en allavega þá er ég búin að blása lífi í þessa gömlu útlensku síðu. Hún virkar enn þó ég hafi ekki bloggað hér í rúmt ár! Jæja hérna kemur alla vega smá framhald af heimsreisunni okkar...njótið.
Pingyao og Terra-Cotta!
Pingyao er gríðarlega skemmtilegur lítill bær sem innan borgarmúranna virðist nánast ósnertur af nútímanum. Fólk býr í sínum lágreistu húsum og við Pálmi vorum svo heppin að gista í einu slíku meðan við gistum þarna. Zingjyao hostel var allt í þessum gamla stíl og afskaplega afslappað og notalegt andrúmsloft. Við kvöddum þennan bæ með söknuði þann 17. og hófum mjög svo skrautlega 12 tíma lestarferð til Xian.
Hafi lestin sem við fórum með frá Peking til Pingyao verið gömul þá var þessi enn eldri. Við brussuðumst um borð í vagn númer 6 sem líktist helst fangalest úr lélegum amerískum vestra. Við komumst að því að við Pálmi vorum á sama bás en sváfum ekki hlið við hlið. Eftir að hafa varið vökustundunum á beddanum hans Pálma í neðstu hillu var komið að mér að drífa mig í efstu hillu af þremur. Þar við hliðina á mér (með ca. 60 cm bili í næstu hillu við hliðina) lagðist fremur óaðlaðandi, sveittur, táfýlukall sem hafði staupað sig all illilega fyrir háttinn. Maðurinn hraut svo gríðarlega að hroturnar náðu að yfirgnæfa lestar dyninn. Ég náði þó að gleyma mér annað slagið, þó ég hafi hrokkið nokkrum sinnum upp þegar herra Sóði sá ástæðu til að ræskja sig hressilega og skella lúkunni á bedda-bríkina hjá mér. Voða notalegt hvernig við bonduðum þarna í myrkrinu!
Við komumst þó eftir allt saman til Xian. Litil, stórborg með aðeins um 3,2 milljónir íbúa. Í gær löbbuðum við eftir borgarmúrnum hérna, en hann er einn best varðveitti borgarmúr í Kína. Það var ágætis rölt en eftir 4 km gáfumst við upp og játuðum okkur sigruð í rigningunni enda plastpoka-kápur kannski ekki þær skjólbestu flíkur sem völ er á. Um kvöldið stytti þó upp og við lögðum leið okkar að sjá Pagodu stóru gæsarinnar en hún er ein stærsta Búdda Pagoda í Kína (allt voða mikið svona stærst og lengst og best hérna). Þar fórum við á gosbrunna sýningu. Þar sem gosbrunnar, ljós og tónlist mynda falleg listaverk í myrkrinu. Mjög skemmtileg og falleg sjón.
20.4
Í dag fórum við svo að sjá hina víðfrægu Terra-Cotta hermenn. Þetta var meiri upplifun en við bæði bjuggumst við. Þetta er gríðarlegt svæði og að þessir rúmlega 7000 leirkallar hafi staðið vörð í um 230 ár! Maður veltir þó dálítið vöngum hvort svæðið allt hafi verið rannsakað sem skyldi þar sem hermennirnir uppgötvuðust 74 og strax 79 var safnið opnað með öllu sínu raski fyrir umhverfið. Það er líklega eitthvað sem er falið undir fallegum marmarahellum safnsins...sem kemur kannski í ljós seinna.
Bloggar | 28.4.2008 | 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
haebb
bara ad segja ykkur ad ekkert blogg hefur litid dagsins ljos vegna tess ad hingad til hef eg verid lokud uti af sidunni minni. nu er tetta greinilega komid i lag og vonandi birtast faerslur fra amerikunni. vid erum sem sagt i milli landa stoppi i taiwan i langa fluginu okkar. 4 timar bunir bara 14 eftir uff. ef ykkur langar ad kikja a faerslu fra kina er hun a jolastelpa.blogspot.com. en vonadi kemst hun a tessa sidu vid taekifaeri sem og fleiri.
Bara smella a ykkur kvedju hedan ur tessari heimsalfu adur en vid forum yfir i hina naestu...og yfir timalinuna.
Bloggar | 25.4.2008 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 17.4.2008 | 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 17.4.2008 | 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
myndir
Gisting
Ferðadót
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp