Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fyrirheitna landið

Hæ jæja bloggið komið í lag og við komin til Ammmríku.

Við vorum þó þegar síðasta bloggfærsla var gerð í Hong Kong. Reyndar bara einn dag og þar var allt við það sama. Háhýsin enn á sínum stað og hlýtt og gott veður. Við vorum þar bara einn dag áður en förinni var heitið til Singapore.

Singapore er ákaflega hrein og bein borg. Nánast allt í nítíugráðu hornum og grasið í allri borginni jafn hátt! búið að valta yfir öll lágu húsin og þar með sálina í þessari borg. Búið að byggja háhýsium allt og alls staðar hægt að komst í Mall.

Núna erum við í fyrheitna landinu.

28. apríl
Afmælisdagur Snorra mágs. Við Pálmi héldum líka upp á okkar dag með því að fara í Universal Studios. Við urðum alveg eins og smá krakkar og fórum í öll tæki sem við fundum og skemmtum okkur svakalega vel. Þarna er boðið upp á ferð um studio svæðið þar sem allar frægu myndirnar og sjónvarpsþættirnir hafa verið teknar upp. Það er mjög skrýtið að sjá hvað kvimyndagerð er gríðarlegur iðnaður hérna og hvað stór og mikil atriði eru tekin á litlum blettum. Þegar maður sér hvað kvikmyndir eru mikið feik endalausar tæknibrellur, gervihús og gerviveður, þá skilur maður hvernig leikarar missa auðveldlega raunveruleikaskynið. Finnast þeir ýmist vera bara props...eða nafli alheims þar sem allt snýst um bíó í þessari borg. Allir að reyna að meika það. Einkenni L.A. eru sílikonbrjóst, bláhvítar tennur og gullin brunka.

Eftir ferðina í gegnum gerviheim bíómyndanna skelltum við okkur í bíó enda ekki annað hægt. Við sáum Baby Mama sem var bara ágætasta afþreyging og við náðum alveg að gleyma grevitrikkunum sem við höfðum kynnt okkur skömmu áður.


vandamál með bloggsíðu og fleiri kínasögur

Vandamál við bloggið!

Ég er ekki sátt við bloghaldara morgunblaðsins þessa dagana. Hef ekki getað opnað mína eigin síðu í fleiri daga. Þannig að ég hef ekki getað bloggað neitt. Þeir hjá mogganum er ekkert að flýta sér að bregðast við mailum mínum um þessi mál. Jæja, ég kalla ykkur góð ef þið finnið þetta blogg en allavega þá er ég búin að blása lífi í þessa gömlu útlensku síðu. Hún virkar enn þó ég hafi ekki bloggað hér í rúmt ár! Jæja hérna kemur alla vega smá framhald af heimsreisunni okkar...njótið.

Pingyao og Terra-Cotta!

Pingyao er gríðarlega skemmtilegur lítill bær sem innan borgarmúranna virðist nánast ósnertur af nútímanum. Fólk býr í sínum lágreistu húsum og við Pálmi vorum svo heppin að gista í einu slíku meðan við gistum þarna. Zingjyao hostel var allt í þessum gamla stíl og afskaplega afslappað og notalegt andrúmsloft. Við kvöddum þennan bæ með söknuði þann 17. og hófum mjög svo skrautlega 12 tíma lestarferð til Xian.
Hafi lestin sem við fórum með frá Peking til Pingyao verið gömul þá var þessi enn eldri. Við brussuðumst um borð í vagn númer 6 sem líktist helst fangalest úr lélegum amerískum vestra. Við komumst að því að við Pálmi vorum á sama bás en sváfum ekki hlið við hlið. Eftir að hafa varið vökustundunum á beddanum hans Pálma í neðstu hillu var komið að mér að drífa mig í efstu hillu af þremur. Þar við hliðina á mér (með ca. 60 cm bili í næstu hillu við hliðina) lagðist fremur óaðlaðandi, sveittur, táfýlukall sem hafði staupað sig all illilega fyrir háttinn. Maðurinn hraut svo gríðarlega að hroturnar náðu að yfirgnæfa lestar dyninn. Ég náði þó að gleyma mér annað slagið, þó ég hafi hrokkið nokkrum sinnum upp þegar herra Sóði sá ástæðu til að ræskja sig hressilega og skella lúkunni á bedda-bríkina hjá mér. Voða notalegt hvernig við bonduðum þarna í myrkrinu!

Við komumst þó eftir allt saman til Xian. Litil, stórborg með aðeins um 3,2 milljónir íbúa. Í gær löbbuðum við eftir borgarmúrnum hérna, en hann er einn best varðveitti borgarmúr í Kína. Það var ágætis rölt en eftir 4 km gáfumst við upp og játuðum okkur sigruð í rigningunni enda plastpoka-kápur kannski ekki þær skjólbestu flíkur sem völ er á. Um kvöldið stytti þó upp og við lögðum leið okkar að sjá Pagodu stóru gæsarinnar en hún er ein stærsta Búdda Pagoda í Kína (allt voða mikið svona stærst og lengst og best hérna). Þar fórum við á gosbrunna sýningu. Þar sem gosbrunnar, ljós og tónlist mynda falleg listaverk í myrkrinu. Mjög skemmtileg og falleg sjón.

20.4
Í dag fórum við svo að sjá hina víðfrægu Terra-Cotta hermenn. Þetta var meiri upplifun en við bæði bjuggumst við. Þetta er gríðarlegt svæði og að þessir rúmlega 7000 leirkallar hafi staðið vörð í um 230 ár! Maður veltir þó dálítið vöngum hvort svæðið allt hafi verið rannsakað sem skyldi þar sem hermennirnir uppgötvuðust ’74 og strax ’79 var safnið opnað með öllu sínu raski fyrir umhverfið. Það er líklega eitthvað sem er falið undir fallegum marmarahellum safnsins...sem kemur kannski í ljós seinna.


milli lending

haebb

bara ad segja ykkur ad ekkert blogg hefur litid dagsins ljos vegna tess ad hingad til hef eg verid lokud uti af sidunni minni. nu er tetta greinilega komid i lag og vonandi birtast faerslur fra amerikunni. vid erum sem sagt i milli landa stoppi i taiwan i langa fluginu okkar. 4 timar bunir bara 14 eftir uff. ef ykkur langar ad kikja a faerslu fra kina er hun a jolastelpa.blogspot.com.  en vonadi kemst hun a tessa sidu vid taekifaeri sem og fleiri.

Bara smella a ykkur kvedju hedan ur tessari heimsalfu adur en vid forum yfir i hina naestu...og yfir timalinuna.


Nokkrir góðir dagar í Kína

12.aprílKínamúrinn og peking-önd ,,Sá sem ekki hefur klifið kínamúrinn er ekki alvöru maður” (lausleg þýðing) Mao Zengdao. Við erum menn með mönnum. Í dag fórum við að skoða kínamúrinn. Ræs klukkan 6:30 og full dagskrá fram til kl 22. Við hófum morguninn í að ná í allra þjóðarkvikindi á hótel víðsvegar um Peking. Skondnust voru tvenn hjón frá Indlandi, konurnar berfættar í saríum í kuldanum. Við biðum alltaf eftir þeim þar sem það tekur frekar langan tíma að labba mishæðóttan kínamúrinn á flipp, flopps.  Við fórum fyrst að skoða gröf 3. keisara Ming keisaraættarinnar. Þetta eru íburðamikil mannvirki sem fylgja hinum ströngustu Feng Sui reglum út í æsar. Hluti Feng Sui er að hafa jafnvægi og symetríu. Til að ná því voru grafnar 15 meyjar (drepnar í þessum eina tilgangi) hvoru megin við gröf keisarans. Sem sagt mjög gott Fengu Sui. Síðan var förinni heitið að Múrnum mikla. Við vorum ekki alveg ein að skoða þetta mannvirki. Heimamenn voru alls ráðandi og þá sérstaklega eldri frúr sem eru fierce! Tala hrikalega hátt og alltaf eins og þær séu að skamma mann. Kannski eru þær alltaf að skamma okkur?! Svo ýta þær manni líka ef maður vogar sér að vera fyrir þessum elskum og það eru sko engin vettlingatök.            Annars var þetta heilmikil upplifun og magnað að standa loks á þessum stað eftir að hafa skoðað óteljandi myndir af þessu múrsteins undri. Við bættum nokkrum myndum af fyrirbærinu í safn heimsins og sýnum ykkur nokkrar á myndasíðunni. Eftir ferðina á múrinn fórum við á frægan veitingastað sem sérhæfir sig í  að matreiða Pekingönd. Við fengum öndina rúllað inn á silfurbakka og kokkur með risa sveðju skar steikina listilega fyrir okkur. Öndin smakkaðist ljómandi vel. 13. apríl fórum við að skoða Ólympíu leikvanginn. Það litla sem við fengum að sjá af honum þar sem allt er lokað almenningi og verðir hvarvetna sem gættu þess að enginn sæi það sem fram fór á vellinum sjálfum. Við sáum þó við þeim og stálumst upp á 23 hæð í 5 stjörnu hóteli þarna rétt hjá. Þarna sáum við yfir svæðið sem fjöldi manns vinnur við hörðum höndum og af útlitinu að dæma er svolítið langt í land! En vonandi bjargast það allt saman þar sem þjóðin er greinilega komin í mikinn ólympíuham. Til dæmis eru reglur hinna ýmsu keppnisgreina kenndar í sjónvarpinu í neðanjarðarlestarkerfinu og varla er þverfótandi fyrir lukku dýrum ólympíuleikanna sem eru fimm talsins að þessu sinni.  14. apríl og vorið komið Í dag kom vorið til Peking. Við fórum að skoða garð Sumarhallarinnar og höllina. Margt var um manninn eins og vanalega...en hluti af þessu öllu saman er náttúrulega að skoða mannlífið ekki síður en byggingar. Yndislegur dagur í frábæru veðri. Þetta er mjög fallegur garður sem kínverskt kóngafólk hafði eitt sinn einkaaðgang að. En sem betur fer hefur almenningur nú tök á því að njóta svona fallegra vordaga þarna í dag. 15. apríl Fórum við svo stutta ferð á torg hins himneska friðar. Þar var mikil löggæsla eins og alls staðar hérna í Kína. Þetta er hrikalega stórt torg náttúrulega með ennþá stærri sögu.Um kvöldið var svo komið að 12 tíma lestarferð okkar til Pingyao. Við fengum bara lestarmiða á 2 farrými þar sem öllum er holað í 3 hillur á hvorri hlið pínulítils opins klefa. Þarna voru heimamenn með núðlurnar sínar og teið sitt. Við vöktum mikla athygli svo mikla að full ástæða þótti til að stoppa mig ,þar sem ég reyndi að drösla farangrinum mínum í gegnum mannmergðina, og taka mynd af mér með fjölskyldu sem svaf í neðstu hillu. My 15 minutes of fame! 15-17 aprílHöfum varið dögunum í afslöppun á Zengjia hostel. Einum besta og ódýrasta staðnum sem við höfum gist á. Við höfum einnig hjólað um þennan litla bæ sem er eins og klipptur út úr  kínverskri kvikmynd. Dásamlegir dagar hérna í krúttlegum, fallegum en menguðum bæ. Pinyao er í einu mengaðasta héraði Kína þar sem það sér landinu fyrir megninu af þeim kolabyrgðum sem notaðar eru af kínverjum og þær eru sko ekkert smá.      

Nokkrir góðir dagar í Kína

12.aprílKínamúrinn og peking-önd ,,Sá sem ekki hefur klifið kínamúrinn er ekki maður með mönnum” (lausleg þýðing) Mao Zengdao. Við erum menn með mönnum. Í dag fórum við að skoða kínamúrinn. Ræs klukkan 6:30 og full dagskrá fram til kl 22. Við hófum morguninn í að ná í allra þjóðarkvikindi á hótel víðsvegar um Peking. Skondnust voru tvenn hjón frá Indlandi, konurnar berfættar í saríum í kuldanum. Við biðum alltaf eftir þeim þar sem það tekur frekar langan tíma að labba mishæðóttan kínamúrinn á flipp, flopps.  Við fórum fyrst að skoða gröf 3. keisara Ming keisaraættarinnar. Þetta eru íburðamikil mannvirki sem fylgja hinum ströngustu Feng Sui reglum út í æsar. Hluti Feng Sui er að hafa jafnvægi og symetríu. Til að ná því voru grafnar 15 meyjar (drepnar í þessum eina tilgangi) hvoru megin við gröf keisarans. Sem sagt mjög gott Fengu Sui. Síðan var förinni heitið að Múrnum mikla. Við vorum ekki alveg ein að skoða þetta mannvirki. Heimamenn voru alls ráðandi og þá sérstaklega eldri frúr sem eru fierce! Tala hrikalega hátt og alltaf eins og þær séu að skamma mann. Kannski eru þær alltaf að skamma okkur?! Svo ýta þær manni líka ef maður vogar sér að vera fyrir þessum elskum og það eru sko engin vettlingatök.            Annars var þetta heilmikil upplifun og magnað að standa loks á þessum stað eftir að hafa skoðað óteljandi myndir af þessu múrsteins undri. Við bættum nokkrum myndum af fyrirbærinu í safn heimsins og sýnum ykkur nokkrar á myndasíðunni. Eftir ferðina á múrinn fórum við á frægan veitingastað sem sérhæfir sig í  að matreiða Pekingönd. Við fengum öndina rúllað inn á silfurbakka og kokkur með risa sveðju skar steikina listilega fyrir okkur. Öndin smakkaðist ljómandi vel. 13. apríl fórum við að skoða Ólympíu leikvanginn. Það litla sem við fengum að sjá af honum þar sem allt er lokað almenningi og verðir hvarvetna sem gættu þess að enginn sæi það sem fram fór á vellinum sjálfum. Við sáum þó við þeim og stálumst upp á 23 hæð í 5 stjörnu hóteli þarna rétt hjá. Þarna sáum við yfir svæðið sem fjöldi manns vinnur við hörðum höndum og af útlitinu að dæma er svolítið langt í land! En vonandi bjargast það allt saman þar sem þjóðin er greinilega komin í mikinn ólympíuham. Til dæmis eru reglur hinna ýmsu keppnisgreina kenndar í sjónvarpinu í neðanjarðarlestarkerfinu og varla er þverfótandi fyrir lukku dýrum ólympíuleikanna sem eru fimm talsins að þessu sinni.  14. apríl og vorið komið Í dag kom vorið til Peking. Við fórum að skoða garð Sumarhallarinnar og höllina. Margt var um manninn eins og vanalega...en hluti af þessu öllu saman er náttúrulega að skoða mannlífið ekki síður en byggingar. Yndislegur dagur í frábæru veðri. Þetta er mjög fallegur garður sem kínverskt kóngafólk hafði eitt sinn einkaaðgang að. En sem betur fer hefur almenningur nú tök á því að njóta svona fallegra vordaga þarna í dag. 15. apríl Fórum við svo stutta ferð á torg hins himneska friðar. Þar var mikil löggæsla eins og alls staðar hérna í Kína. Þetta er hrikalega stórt torg náttúrulega með ennþá stærri sögu.Um kvöldið var svo komið að 12 tíma lestarferð okkar til Pingyao. Við fengum bara lestarmiða á 2 farrými þar sem öllum er holað í 3 hillur á hvorri hlið pínulítils opins klefa. Þarna voru heimamenn með núðlurnar sínar og teið sitt. Við vöktum mikla athygli svo mikla að full ástæða þótti til að stoppa mig ,þar sem ég reyndi að drösla farangrinum mínum í gegnum mannmergðina, og taka mynd af mér með fjölskyldu sem svaf í neðstu hillu. My 15 minutes of fame! 15-17 aprílHöfum varið dögunum í afslöppun á Zengjia hostel. Einum besta og ódýrasta staðnum sem við höfum gist á. Við höfum einnig hjólað um þennan litla bæ sem er eins og klipptur út úr  kínverskri kvikmynd. Dásamlegir dagar hérna í krúttlegum, fallegum en menguðum bæ. Pinyao er í einu mengaðasta héraði Kína þar sem það sér landinu fyrir megninu af þeim kolabyrgðum sem notaðar eru af kínverjum og þær eru sko ekkert smá.      

Allt í fína...frá kína!

 

8. apríl

fórum við upp á Victoria peak sem er fjallstindur þar sem útsýnið yfir Hong Kong er hvað magnaðast. Við héldum upp snarbratta brekkuna með Tram = lítill lest sem skríður upp fjallshlíðina með óttaslegna ferðamenn innanborðs. Þó að það hafi verið lágskýjað sveik útsýnið okkur ekki. Skýjakljúfana bar við sjóinn og grænar hlíðar til beggja handa. Þarna í hlíðinni búa ríkir Hong Kong búar...liðið sem er með íbúðirnar sínar í Elle Decore. Sá einmitt eina svoleiðis íbúð í einu blaðanna sem ég fletti á netkaffihúsinu og það var sko ekki IKEA bragur á þeirri holu.             Hong Kong er mjög sérstök borg. Ofurnútímaleg en á næsta götuhorni eru seld svínseyru og þurrkaðir ungar sem jakkalakkarnir borða í hádegishléinu sínu. Hong Kong er hrein, skipulögð og samgöngurnar eru snilld. 22 krónur í ferjuna milli eyjanna, 44 krónur í strætó sem gengur á 5 mín fresti...svona á þetta að vera! Við fundum ekki mikið fyrir menguninni sem mikið er talað um en við erum líka á fínum tíma þar sem hitinn er ekkert hrikalegur. Rétt um 27-8 gráður og 65% raki...veðurfréttunum er sjónvarpað meðan maður bíður eftir ferjunni.              9.4Við erum kominn til Peking. There are nine million bicycles in Beijing...ég sé þau nú reyndar ekki. Það eru vissulega margir á hjólum en flest hafa þau fengið að fjúka fyrir fák capitalismans, bílnum. Það er nóg af þeim hérna.  10.4 Við fórum í gær í menningarferð í matvöruverslun. Þar fengust kjúklingabitar í lausu. Maður valdi þá bara úr ísbala svona eins og maður veldur sér epli í ávaxtadeildinni í Bónus. Það var líka hægt að fá gullfiska og gælu-skjaldbökur. Endalaust úrval af núðlusúpum og nánast jafnmikið úrval af alls kyns kremum sem hvítta húðina, en það er voða heitt í þessari álfu hef ég séð. Við löbbuðum reyndar bara út með snakk, jógúrt og coka cola...val hinna frjálsu þjóða.  En í dag fórum við aftur á móti á stefnumót við söguna í Forboðnu borginni. Reyndar eftir að hafa stoppað í búð og keypt jakka og peysu á liðið þar sem við erum búin að senda öll okkar hlýu föt heim og við höfum ekki upplifað annan eins kulda síðan fyrsta kvöldið okkar í Nepal.             Við tókum yfir fulla neðanjarðarlest og komumst loks á leiðarenda. Þarna var margmenni. Allir stóðu og tóku myndir af hverjir öðrum. Asísk myndataka fer þannig fram að þú skipar vini þínum frekar hátt hvar hann á að standa. Síðan mundarðu myndavélina og telur hátt og skýrt...1, 2, 3 og smellir af og hlærð þegar þessu er lokið. Módelið brosir mjög ákaflega og gerir peace merki með puttunum. Mér var að einhverjum ástæðum bannað að taka myndir...en ég læt nú samt þær fljóta með sem ég tók.             Þetta var mögnuð upplifun að vera komin á þennan stað. Það spillti þó svolítið fyrir hve grátt veðrið var og kalt. Við hrisstums og nötruðum á milli bygginganna enda búin að hafa mikið fyrir því að aðlaga okkur 30 stiga hita og vorum ekki undirbúin í 13 gráðurnar!  

 


Hong Kong er...

storborg. her er haegt ad fa allt sem hugann girnist og miklu meira en tad. Vid erum herna a kaffihusi sem bidur upp a tolvu-notkun hvad annad enda tessi borg svo virud ad vid erum naestum flaekt i veraldarvefinn. Af er tad sem adur var og madur fann varla tolvu i Indonesiu. Hong Kong er lika DYR borg. Vid til daemis borgum 4500 kr fyrir 4 fermetra herbergi...tad er svo litid ad vid palmi verum ad skiptast a ad klaeda okkur a morgnanna tar sem ekki er haegt ad opna badar toskurnar okkar i einu.

Vid gatum to fjarfest i ferd til Peking ekki a morgun heldur hinn. Verdum tar i nokkra daga. Tadan er ferdinni heitid med lest til Xian. Terracotta hermennirnir heimsottir og svo tadan aftur til Hong Kong.


Balí...alla malla...of mikið!

Við erum enn á Balí. Nú höfum við aðeins komist út fyrir mesta plastið = ofur túristískur staður sem nánast er búinn til fyrir ferðamenn. Við fórum til Ubud. Þar sáum fórum við í Apa skóginn sem ber nafn með rentu. Við komuna þangað ákváðum við að kaupa bananapoka fyrir apana. Ég var búin að ganga um það bil 3 metra með pokann þegar api birtist, klifraði eldsnökkt upp legginn á mér og hirti af mér pokann. Sá api varð saddur þann daginn! Annars var allt fullt af öpum þarna. Allir jafn hrikalega krúttlegir og miklir prakkara, stelandi öllu sem þeir fundu. Maður þurfti að passa vatnsflöskur og myndavélar.            Í ubud fórum við svo á markaðinn og fengum okkur indonesískan mat. Eftir þetta fórum við svo að sjá hrísgrjónaakra sem eru byggðir í fjallshlíðunum (rice terrace). Þetta var ótrúlega flott sjón. Við akurinn spjallaði ég við eldhressan, tannlausan kall sem var að veiða drekaflugur fyrir hænurnar sínar... skyldist mér á látbragði hans og googgogo hljóðum þegar ég spurði hann ala actionary hvað hann gerði við flugurnar.  2.4Svo í dag fórum við í rafting og þvílíkt stuð. Endalausar flúðir og svo 5 metra fall....aftur á bak! Alger snilld. Pálmi fór gjörsamlega á kostum datt í allar áttir og missti skóinn...oní sjóinn (ánna)...þegar hann kom að landi var skórinn fullur af sandi! Já hann missti líka árina, brjálað að gera hjá honum. Þetta var alveg frábær dagur í alla staði. Erum núna á kaffihúsi eftir að hafa gengið berserks gang í hrikaleg flottu og girnilegu bakaríi þar sem keyptum allt sem okkur langaði í...mmmmm.  Hérna verðum við til 5. apríl þá förum við til Hong Kong.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband