Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Það gera sér allir grein fyrir því að það er ekki ókeypis að fara í svona ferð, en kostnaður við lyf og bólusetningar er ógeðslega mikill. Ég var að koma úr apótekinu þar sem ég eyddi 20.000 kr á einu bretti í verkja-, malaríu- og ýmis skemmtilyf. Bólusetningarnar frá Tælandsferðinni duga enn sem betur fer þannig að sá kostnaður dreifist á lengri tíma. Bólusetningar og lyf eru í heild líklega að kosta okkur um 70 þús krónur...fyrir okkur tvö NB! En þetta er samt góð trygging ekki vill maður fá eitthvað af þessum hrikalegu sjúkdómum sem eru sem betur fer ekki lengur landlægir hér á Skerinu.
Talandi um tryggingar er eins gott að hafa þær á hreinu. Við fáum tryggingar í gegnum okkar kredit-kort í 60 daga. Þar sem við erum í rúma 90 daga þurfum við að kaupa auka tryggingu fyrir rúma 30 daga og það er líka kostnaður... þó bara smáaurar miðað við ýmislegt annað í kringum þessa ferð.
Annar felukostnaður er varðandi vegabréfsáritanir. Fyrir okkur tvö munu 3 vegabréfsáritanir kosta um 26 þús. En þá er eftir að borga vegabréfsáritanir í löndunum sjálfum en þær er stundum hægt að fá á flugvöllum landanna.
Jæja, þetta er allt peningur sem er leiðinlegt að leggja af hendi því manni finnst varan sem maður fær eitthvað svo léttvæg og leiðinleg, þó í raun sé hún svo mikilvæg og ómissandi. Mér allavega líður mun betur útstunginni af bólusetningum og með kíló í yfirvigt af lyfjum heldur en ekki!
Bloggar | 21.1.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 14.1.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já gleðilegt árið þið hræður sem enn hafið einhverja von um að ég muni einhvern tíman hundskast til að láta í mér heyra hér í bloggheimum. Ég er hér enn og gera lítið annað en að vinna og vinna. Jólin voru dásamleg eins og venjulega. Hlýtt og notalegt hér í hlíðinni bæði bókstaflega sem og samvera ástvina sem hlýjar manni alltaf. Ég verð að segja að eins jólaleg jól man ég vart eftir. Jólasnjór á svignandi greinum og þvílík blíða og dásemd á jóladag...mmm svona eiga jólin að vera.
Litla músin þeirra Ástu og Halla hefur hlotið nafnið Sunna Dís og dafnar svo vel...er komin með nokkrar undirhökur og spékoppa á olnbogana. Við Pálmi förum reglulega til hennar að knúsa hana og Pálmi greyið rakar sig í gríð og erg þar sem Sunna greyið verður eldraun undan 2daga broddunum.
Ég er áfram á ljósmyndanámskeiðinu og gengur bara ágætlega. Við Pálmi fengum rosa pro prentara og kemst lítið annað að en tilraunir með prentun og photoshop. Þetta er að verða nokkuð massívt áhugamál þessi ljósmyndun. Komin með rosa myndavélar, hrikalegan prentara, þrífót, auka linsu..tölvan er þó veiki hlekkurinn (já og kannski ljósmyndarinn) en úr því verður bætt hið fyrsta.
Annars miða dagarnir að því að undirbúa FERÐINA miklu um Asíu. Við förum út 5.feb og þá til London og svo til Dehli þá næst til Katmandu, Hanoi, Singapore, Mataram (lombok/ Indonesiu), Hong Kong, L.A., London....Keflavík Iceland! Ég reyni að koma þessari síðu í skrif form og verð dugleg, eftir því sem nettengingar leyfa, að skrifa og láta vita af ferðum okkar Pálma.
Bloggar | 7.1.2008 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania