Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

allt að gerast

Einhverra hluta vegna er ég algjör snillingur í því að láta alla hluti gerast á nákvæmlega sama tímapunktinum. Í vor stóð ég í því að ráða mig í vinnu, skrifa undir kaupsamning á íbúðinni, skila lokaritgerð, fara til Tælands. Svo í sumar hef ég bara unnið og ferðast ...svona þegar helgarnar leyfðu. Nú er allt að byrja aftur. Loksins, loksins fáum við íbúðina okkar afhenda á laugardaginn. Ég er alveg ferlega spennt og get varla beðið eftir að byrja að mála, flísaleggja ganginn og svona. ég er líka að byrja í nýrri og mjög spennandi vinnu á mánudaginn og svo fer ég á námskeið hjá myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem ég gat náttúrulega ekki hugsað mér að sitja ekkert á skólabekk nú í haust. Það er sem sagt nóg að gera. Ekki kvarta ég mér finnst ágætt að hafa nóg að gera sérstaklega ef það er allt svona skemmtilegt. Hundleiðinlegt að hafa mikið af leiðinlegum verkefnum hangandi yfir sér.

 


Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband