Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Ég var að koma heim eftir þessa mögnuðu göngu. Fjöldi fólks gekk í dásamlegu veðri hér í Reykjavíkinni. Þegar blöðrunum, rauðum fyrir þá sem slösuðust alvarlega í bílslysum árið 2006 og svörtum fyrir þá sem létu lífið, blöskraði mér fjöldi þeirra rauðu. Þær svörtu tákna að sjálfsögðu gríðarlegan missi og sorg en þær rauðu einnig en þær gleymast svo oft í umfjöllun um þessi hrikalegu slys.
Munum bara að minni hraði - Minni skaði! Þegar einhver ekur á rúmlega löglegum hraða er sá hinn sami ekki einungis að taka ákvörðun um að koma sjálfum sér í hættu heldur hinum á veginum einnig. Það hefur enginn maður þann rétt að taka slíka ákvörðun!
Frábært framtak!
Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.6.2007 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum þá komin heim á skerið góða. Þegar við lentum á KEF var venju samkvæmt 10 stiga hiti og smá súld. Mér finnst þessi veðurlýsing alltaf taka á móti mér þegar ég lendi sama hvaða tíma árs ég er að þvælast til útlanda. Síðan hefur nú veðrið skánað heilan helling og er ljómandi þessa stundina. Það er sem sagt vika síðan að ég útskrifaðist og byrjaði svo að vinna á mánudaginn síðasta með nýjan titil upp á arminn. Nema endingin var horfin af nafn spjaldinu og í staðinn komin endingin -fræðingur með öllum sínum þunga og væntinga um svör við öllu. Mér hefur gengið ljómandi vel að svara þeim sem ég hef fengið hingað til og greinilegt að eitthvað hefur tollað í toppstykkinu eftir þessi 4 ár í háskólanum.
Við Pálmi fórum í fyrstu útileguna á föstudaginn og gistum á Þingvöllum. Sem var bara dásamlegt að sofa í hreinu (svolítið köldu) íslensku lofti og vakna um miðja nótt við sól og fuglasöng. Leyfa hrossagauk og spóa að syngja mann í svefn aftur. Það er svo sannarlega líka hægt að upplifa paradísina hér í bakgarðinum á Fróni.
Bloggar | 24.6.2007 | 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er dvölinni á paradísar eyjunni Koh Samui að ljúka. í dag höldum við aftur til Bangkok þar sem við hófum ferðina. Magnað að þessum 3 vikum ljúki senn og við verðum komin á klakann á föstudaginn. Þá tekur nóg við, útskrift og ég að byrja í nýrri vinnu!
Annars er það héðan að frétta að þegar við fórum í morgun mat áðan þá urðum við að bíða meðan var verið að grisja garðinn en það fólst meðal annars í því að banvænar kókoshnetur flugum allan garð. Það var bara undir hverjum og einum að hlaupa undan þeim þar sem varúðarráðstafanir eru ekki eitthvað sem Tælendingum er tamt.
Jæja núna reynum við að koma skikk á þessa sprengju sem er hérna inni og REYNUM að pakka niður og gera klárt fyrir flugið á eftir.
Bloggar | 11.6.2007 | 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 6.6.2007 | 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 4.6.2007 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.6.2007 | 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania