Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

barnaljósmyndun

veturinn kom á laugardagskvöldið. Þá var smá hittingur hérna á stígnum. Sá hittingur var með smá jólaundirtón ... en eins og allir vita sem þekkja mig er ég löngu komin í jólaskap. Ég er ein af þessum fáu sem fagna ákaft snemmbúnum skreytingum IKEA og finnst bara gott að hitta jólasveininn í október! Allt til að létta manni þessa dimmu, þungu mánuði nóvember og desember.

Annars fara dagarnir bara í það að vinna og ditta að íbúðinni sem er orðin svo hrikalega flott! Við Pálmi fórum nú reyndar síðustu helgi til Köben. Yndisleg 4 daga ferð til að sjá litlu prinsessuna þeirra Ástu og Halla. Óskaplega mikið krútt eins og lög gera ráð fyrir. Það voru náttúrulega teknar ógurlega margar myndir af henni og engu öðru í þessari ferð. Maður hlakkar strax til að hitta krútt krílið aftur í des þegar hún fær að líta frónið fyrst augum.

Maður fer nú að hitta fleiri kríli á næstunni þar sem vinkvennahópurinn er kominn af stað í barna stússið.  Ein prinsessa mætt á svæðið og nú tvö önnur á leiðinni. Þannig að maður verður virkilega að fara mastera barnaljósmyndunina.

 

 


Ég er enn hérna

Ég er nú ekki sú öfluasta í netheimum í blogginu. Það er hins vegar nógu að segja frá. Gluggarnir á Stígnum eru óðum að verða fallega hvítir og bitarnir í loftinu einnig. Ég reif niður eldhúsinnréttinguna og málaði hana sömuleiðis í sama litnum og því er stofan og eldhúsið eins og skriðdreki hafi kíkt í heimsókn. Mikið verður þetta samt fallegt þegar allt verður komið á sinn stað....hmmm. Læt mig dreyma um þann dag.

Ferðirnar í IKEA eru orðnar ansi margar einnig ferðirnar í húsasmiðjuna. Ég uppgötvaði samt eitt um daginn. Á laugaveginum leynist gersemi að nafni Brynja. Sú búð selur ótrúlega margt til hús-að- dittunar og oft eru vörurnar þar ódýrari en í þessum stóru húsasmiðju/byko skemmum (þar sem er gjörsamlega ómögulegt að fá almennilega þjónustu).

 Stóru skemmtilegu fréttirnar snúa þó að henni Ástu systur Pálma og manninum hennar honum Halla. Þau gerðust svo framtaksöm að fjölga mannkyninu 29.9 sl. Lítil prinsessu písl kom þá í heiminn. Við hjónaleysin förum út eftir um 14 daga til sjá litlu fjölskylduna. Ég hlakka alveg rosalega mikið til að fara til Köben og læt líklega ekki mitt eftir liggja í jólainnkaupum í lillums bolighus og H&M.

Ég er byrjuð á ljósmyndanámskeiði sem er nú eiginlega meira tölvunámskeið. Þar læri ég að hundskast til að koma skikk á stafrænumyndirnar mínar...sem eru ansi margar! Nú bíð ég bara eftir að stytti upp til að ég geti farið af stað að mynda heimaverkefni þessarar viku. Gæti þurft að bíða ansi lengi. Læt nokkrar myndir fylgja frá haustinu.

 

 


Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband