Komin heim

Jæja þá erum við komin til enn eins landsins...Íslands.

Það var skrýtið að lenda í Keflavík í nákvæmlega sama veðri og þegar við fórum. Við keyrðum heim í myrkri og rigningu rétt eins og þegar við fórum af stað í febrúar. Þannig að fyrst um sinn áttuðum við okkur ekkert á því að við værum loks lent...heima. Dagurinn eftir rann þó upp bjartur og fallegur. Dásamlegt að koma svona beint inn í vorið og sumarið.

Við erum ekki búin að gera upp ferðina í máli og myndum. Spurning hvort það verði í raun ekki eilífðarverkefni? Það er þvílíkt magn af myndum með í för að það er ekki hægt að bjóða nokkrum upp á að skoða allar þessar myndir nema með góðum pásum á milli. En úrslita myndum verður þá troðið upp á hvern áhugamann svona við tækifæri.

Ferðin sjálf gekk svo vel að það er alveg ótrúlegt hvað við vorum heppin. Engu var stolið, ekkert týndist. Við misstum ekki af einu af þeim 21 flugi sem við fórum í. Við vorum við hestaheilsu nánast allan tíman og leið svo vel allan tíman. Ég vona bara að sem flestir upplifi svona frábæra ferð einhvern tíman.

Við erum mikið búin að velta fyrir okkur svona best of lista... en hann er nánast ekki hægt að gera þar sem þessi lönd eru ákaflega ólík. Það er náttúrulega alltaf gaman að koma á stað sem maður hefur í raun haft fyrir augunum í mörg ár. Kínamúrinn, Taj Mahal og Terra-Cotta hermennirnir eru þar á meðal. Fyrir mér persónulega var líka gríðarlega stór dagur að koma til Bodanath í Nepal (búdda stúpa). Nepal draumalandið og þetta einkenni Katmandu var einhvern vegin staðfesting á því að ég væri loksins, loksins komin þangað. Að sjá Evrest var nú heldur ekkert slor né heldur að kafa við kóralrif Gili eyja. Siglingin við Halong Bay í Víetnam var líka alveg stórkostleg. Víetnam var gríðarlega fjölreytt, fallegt og skemmtilegt land og getur vel verið að maður leggi leið sína aftur þangað...við tökum við pöntunum ef einhver vill skella sér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim!!!  Okkur fannst nú ekkert frábært að koma heim eftir svona langt ferðalag en það er líklega betra að koma heim í maí en des ;) Ég er til í Vietnam það var geggjað!!!!!

Guðrún Valdís (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband