Hæ jæja bloggið komið í lag og við komin til Ammmríku.
Við vorum þó þegar síðasta bloggfærsla var gerð í Hong Kong. Reyndar bara einn dag og þar var allt við það sama. Háhýsin enn á sínum stað og hlýtt og gott veður. Við vorum þar bara einn dag áður en förinni var heitið til Singapore.
Singapore er ákaflega hrein og bein borg. Nánast allt í nítíugráðu hornum og grasið í allri borginni jafn hátt! búið að valta yfir öll lágu húsin og þar með sálina í þessari borg. Búið að byggja háhýsium allt og alls staðar hægt að komst í Mall.
Núna erum við í fyrheitna landinu.
28. apríl
Afmælisdagur Snorra mágs. Við Pálmi héldum líka upp á okkar dag með því að fara í Universal Studios. Við urðum alveg eins og smá krakkar og fórum í öll tæki sem við fundum og skemmtum okkur svakalega vel. Þarna er boðið upp á ferð um studio svæðið þar sem allar frægu myndirnar og sjónvarpsþættirnir hafa verið teknar upp. Það er mjög skrýtið að sjá hvað kvimyndagerð er gríðarlegur iðnaður hérna og hvað stór og mikil atriði eru tekin á litlum blettum. Þegar maður sér hvað kvikmyndir eru mikið feik endalausar tæknibrellur, gervihús og gerviveður, þá skilur maður hvernig leikarar missa auðveldlega raunveruleikaskynið. Finnast þeir ýmist vera bara props...eða nafli alheims þar sem allt snýst um bíó í þessari borg. Allir að reyna að meika það. Einkenni L.A. eru sílikonbrjóst, bláhvítar tennur og gullin brunka.
Eftir ferðina í gegnum gerviheim bíómyndanna skelltum við okkur í bíó enda ekki annað hægt. Við sáum Baby Mama sem var bara ágætasta afþreyging og við náðum alveg að gleyma grevitrikkunum sem við höfðum kynnt okkur skömmu áður.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Athugasemdir
Takk fyrir kortið, það rataði loksins á réttan stað, frá Reynimel 32 á númer 84 ;) Hlökkum til að fá ykkur heim og heyra sögur og sjá myndir :)
Rakel og Reynir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:03
Nú er hægt að telja niður dagana þar til þið birtist loksins elskurnar. Hlakka ógurlega til að fá ykkur heim.
Ykkar Guðrún Lára.
Guðrún Lára (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.