Vandamál við bloggið!
Ég er ekki sátt við bloghaldara morgunblaðsins þessa dagana. Hef ekki getað opnað mína eigin síðu í fleiri daga. Þannig að ég hef ekki getað bloggað neitt. Þeir hjá mogganum er ekkert að flýta sér að bregðast við mailum mínum um þessi mál. Jæja, ég kalla ykkur góð ef þið finnið þetta blogg en allavega þá er ég búin að blása lífi í þessa gömlu útlensku síðu. Hún virkar enn þó ég hafi ekki bloggað hér í rúmt ár! Jæja hérna kemur alla vega smá framhald af heimsreisunni okkar...njótið.
Pingyao og Terra-Cotta!
Pingyao er gríðarlega skemmtilegur lítill bær sem innan borgarmúranna virðist nánast ósnertur af nútímanum. Fólk býr í sínum lágreistu húsum og við Pálmi vorum svo heppin að gista í einu slíku meðan við gistum þarna. Zingjyao hostel var allt í þessum gamla stíl og afskaplega afslappað og notalegt andrúmsloft. Við kvöddum þennan bæ með söknuði þann 17. og hófum mjög svo skrautlega 12 tíma lestarferð til Xian.
Hafi lestin sem við fórum með frá Peking til Pingyao verið gömul þá var þessi enn eldri. Við brussuðumst um borð í vagn númer 6 sem líktist helst fangalest úr lélegum amerískum vestra. Við komumst að því að við Pálmi vorum á sama bás en sváfum ekki hlið við hlið. Eftir að hafa varið vökustundunum á beddanum hans Pálma í neðstu hillu var komið að mér að drífa mig í efstu hillu af þremur. Þar við hliðina á mér (með ca. 60 cm bili í næstu hillu við hliðina) lagðist fremur óaðlaðandi, sveittur, táfýlukall sem hafði staupað sig all illilega fyrir háttinn. Maðurinn hraut svo gríðarlega að hroturnar náðu að yfirgnæfa lestar dyninn. Ég náði þó að gleyma mér annað slagið, þó ég hafi hrokkið nokkrum sinnum upp þegar herra Sóði sá ástæðu til að ræskja sig hressilega og skella lúkunni á bedda-bríkina hjá mér. Voða notalegt hvernig við bonduðum þarna í myrkrinu!
Við komumst þó eftir allt saman til Xian. Litil, stórborg með aðeins um 3,2 milljónir íbúa. Í gær löbbuðum við eftir borgarmúrnum hérna, en hann er einn best varðveitti borgarmúr í Kína. Það var ágætis rölt en eftir 4 km gáfumst við upp og játuðum okkur sigruð í rigningunni enda plastpoka-kápur kannski ekki þær skjólbestu flíkur sem völ er á. Um kvöldið stytti þó upp og við lögðum leið okkar að sjá Pagodu stóru gæsarinnar en hún er ein stærsta Búdda Pagoda í Kína (allt voða mikið svona stærst og lengst og best hérna). Þar fórum við á gosbrunna sýningu. Þar sem gosbrunnar, ljós og tónlist mynda falleg listaverk í myrkrinu. Mjög skemmtileg og falleg sjón.
20.4
Í dag fórum við svo að sjá hina víðfrægu Terra-Cotta hermenn. Þetta var meiri upplifun en við bæði bjuggumst við. Þetta er gríðarlegt svæði og að þessir rúmlega 7000 leirkallar hafi staðið vörð í um 230 ár! Maður veltir þó dálítið vöngum hvort svæðið allt hafi verið rannsakað sem skyldi þar sem hermennirnir uppgötvuðust 74 og strax 79 var safnið opnað með öllu sínu raski fyrir umhverfið. Það er líklega eitthvað sem er falið undir fallegum marmarahellum safnsins...sem kemur kannski í ljós seinna.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.