12.aprílKínamúrinn og peking-önd ,,Sá sem ekki hefur klifið kínamúrinn er ekki alvöru maður (lausleg þýðing) Mao Zengdao. Við erum menn með mönnum. Í dag fórum við að skoða kínamúrinn. Ræs klukkan 6:30 og full dagskrá fram til kl 22. Við hófum morguninn í að ná í allra þjóðarkvikindi á hótel víðsvegar um Peking. Skondnust voru tvenn hjón frá Indlandi, konurnar berfættar í saríum í kuldanum. Við biðum alltaf eftir þeim þar sem það tekur frekar langan tíma að labba mishæðóttan kínamúrinn á flipp, flopps. Við fórum fyrst að skoða gröf 3. keisara Ming keisaraættarinnar. Þetta eru íburðamikil mannvirki sem fylgja hinum ströngustu Feng Sui reglum út í æsar. Hluti Feng Sui er að hafa jafnvægi og symetríu. Til að ná því voru grafnar 15 meyjar (drepnar í þessum eina tilgangi) hvoru megin við gröf keisarans. Sem sagt mjög gott Fengu Sui. Síðan var förinni heitið að Múrnum mikla. Við vorum ekki alveg ein að skoða þetta mannvirki. Heimamenn voru alls ráðandi og þá sérstaklega eldri frúr sem eru fierce! Tala hrikalega hátt og alltaf eins og þær séu að skamma mann. Kannski eru þær alltaf að skamma okkur?! Svo ýta þær manni líka ef maður vogar sér að vera fyrir þessum elskum og það eru sko engin vettlingatök. Annars var þetta heilmikil upplifun og magnað að standa loks á þessum stað eftir að hafa skoðað óteljandi myndir af þessu múrsteins undri. Við bættum nokkrum myndum af fyrirbærinu í safn heimsins og sýnum ykkur nokkrar á myndasíðunni. Eftir ferðina á múrinn fórum við á frægan veitingastað sem sérhæfir sig í að matreiða Pekingönd. Við fengum öndina rúllað inn á silfurbakka og kokkur með risa sveðju skar steikina listilega fyrir okkur. Öndin smakkaðist ljómandi vel. 13. apríl fórum við að skoða Ólympíu leikvanginn. Það litla sem við fengum að sjá af honum þar sem allt er lokað almenningi og verðir hvarvetna sem gættu þess að enginn sæi það sem fram fór á vellinum sjálfum. Við sáum þó við þeim og stálumst upp á 23 hæð í 5 stjörnu hóteli þarna rétt hjá. Þarna sáum við yfir svæðið sem fjöldi manns vinnur við hörðum höndum og af útlitinu að dæma er svolítið langt í land! En vonandi bjargast það allt saman þar sem þjóðin er greinilega komin í mikinn ólympíuham. Til dæmis eru reglur hinna ýmsu keppnisgreina kenndar í sjónvarpinu í neðanjarðarlestarkerfinu og varla er þverfótandi fyrir lukku dýrum ólympíuleikanna sem eru fimm talsins að þessu sinni. 14. apríl og vorið komið Í dag kom vorið til Peking. Við fórum að skoða garð Sumarhallarinnar og höllina. Margt var um manninn eins og vanalega...en hluti af þessu öllu saman er náttúrulega að skoða mannlífið ekki síður en byggingar. Yndislegur dagur í frábæru veðri. Þetta er mjög fallegur garður sem kínverskt kóngafólk hafði eitt sinn einkaaðgang að. En sem betur fer hefur almenningur nú tök á því að njóta svona fallegra vordaga þarna í dag. 15. apríl Fórum við svo stutta ferð á torg hins himneska friðar. Þar var mikil löggæsla eins og alls staðar hérna í Kína. Þetta er hrikalega stórt torg náttúrulega með ennþá stærri sögu.Um kvöldið var svo komið að 12 tíma lestarferð okkar til Pingyao. Við fengum bara lestarmiða á 2 farrými þar sem öllum er holað í 3 hillur á hvorri hlið pínulítils opins klefa. Þarna voru heimamenn með núðlurnar sínar og teið sitt. Við vöktum mikla athygli svo mikla að full ástæða þótti til að stoppa mig ,þar sem ég reyndi að drösla farangrinum mínum í gegnum mannmergðina, og taka mynd af mér með fjölskyldu sem svaf í neðstu hillu. My 15 minutes of fame! 15-17 aprílHöfum varið dögunum í afslöppun á Zengjia hostel. Einum besta og ódýrasta staðnum sem við höfum gist á. Við höfum einnig hjólað um þennan litla bæ sem er eins og klipptur út úr kínverskri kvikmynd. Dásamlegir dagar hérna í krúttlegum, fallegum en menguðum bæ. Pinyao er í einu mengaðasta héraði Kína þar sem það sér landinu fyrir megninu af þeim kolabyrgðum sem notaðar eru af kínverjum og þær eru sko ekkert smá.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Athugasemdir
Elsku þið
Nú fyllist ég öfund svo magnaðri að ég veit ekki hvað er til ráða. Þið heimsborgarar skákið öllu því sem maður hefur séð og upplifað í útlöndum. Þetta er magnað allt saman. Nú hætti ég að láta mig dreyma og hrindi í framkvæmd einhverju svo um munar. Ég lofa að klífa ekki Everest. Það má etv. reyna hjólaskautana á Kínamúrnum endilöngum. Ég tel dagana að heimkomu. Merki við eins og fangi í fangaklefa. Haldið áfram að segja sögu ykkar og sýna okkur hinum.
Kveðja pabbi
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:03
Takk fyrir þetta! Þetta er allveg magnað. Pálmi sendu póst.... Kv. Ö
Ögmundur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:05
Sælir krakkar mínir!
Já ég tek undir með síðasta ræðumanni, þetta er alveg magnað. Ég sest við tölvuna flest kvöld og hlakka til að sjá hvað þið hafið núna verið að upplifa. Þetta fer að verða eins og sögustund fyrir háttinn.
Kær kveðja
Álfrún
álfrún sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:51
Þessi Ming keisari hefur ekki þótt neitt ómerkilegur! Veit ekki alveg hvort ég væri til í svona "drastískt" Feng Sui á mínu heimili:)
Kveðja, Svava og bumbulína:)
P.S. Myndin af ykkur á kínamúrnum er æðisleg!
Svava Björk (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.