8. apríl
fórum við upp á Victoria peak sem er fjallstindur þar sem útsýnið yfir Hong Kong er hvað magnaðast. Við héldum upp snarbratta brekkuna með Tram = lítill lest sem skríður upp fjallshlíðina með óttaslegna ferðamenn innanborðs. Þó að það hafi verið lágskýjað sveik útsýnið okkur ekki. Skýjakljúfana bar við sjóinn og grænar hlíðar til beggja handa. Þarna í hlíðinni búa ríkir Hong Kong búar...liðið sem er með íbúðirnar sínar í Elle Decore. Sá einmitt eina svoleiðis íbúð í einu blaðanna sem ég fletti á netkaffihúsinu og það var sko ekki IKEA bragur á þeirri holu. Hong Kong er mjög sérstök borg. Ofurnútímaleg en á næsta götuhorni eru seld svínseyru og þurrkaðir ungar sem jakkalakkarnir borða í hádegishléinu sínu. Hong Kong er hrein, skipulögð og samgöngurnar eru snilld. 22 krónur í ferjuna milli eyjanna, 44 krónur í strætó sem gengur á 5 mín fresti...svona á þetta að vera! Við fundum ekki mikið fyrir menguninni sem mikið er talað um en við erum líka á fínum tíma þar sem hitinn er ekkert hrikalegur. Rétt um 27-8 gráður og 65% raki...veðurfréttunum er sjónvarpað meðan maður bíður eftir ferjunni. 9.4Við erum kominn til Peking. There are nine million bicycles in Beijing...ég sé þau nú reyndar ekki. Það eru vissulega margir á hjólum en flest hafa þau fengið að fjúka fyrir fák capitalismans, bílnum. Það er nóg af þeim hérna. 10.4 Við fórum í gær í menningarferð í matvöruverslun. Þar fengust kjúklingabitar í lausu. Maður valdi þá bara úr ísbala svona eins og maður veldur sér epli í ávaxtadeildinni í Bónus. Það var líka hægt að fá gullfiska og gælu-skjaldbökur. Endalaust úrval af núðlusúpum og nánast jafnmikið úrval af alls kyns kremum sem hvítta húðina, en það er voða heitt í þessari álfu hef ég séð. Við löbbuðum reyndar bara út með snakk, jógúrt og coka cola...val hinna frjálsu þjóða. En í dag fórum við aftur á móti á stefnumót við söguna í Forboðnu borginni. Reyndar eftir að hafa stoppað í búð og keypt jakka og peysu á liðið þar sem við erum búin að senda öll okkar hlýu föt heim og við höfum ekki upplifað annan eins kulda síðan fyrsta kvöldið okkar í Nepal. Við tókum yfir fulla neðanjarðarlest og komumst loks á leiðarenda. Þarna var margmenni. Allir stóðu og tóku myndir af hverjir öðrum. Asísk myndataka fer þannig fram að þú skipar vini þínum frekar hátt hvar hann á að standa. Síðan mundarðu myndavélina og telur hátt og skýrt...1, 2, 3 og smellir af og hlærð þegar þessu er lokið. Módelið brosir mjög ákaflega og gerir peace merki með puttunum. Mér var að einhverjum ástæðum bannað að taka myndir...en ég læt nú samt þær fljóta með sem ég tók. Þetta var mögnuð upplifun að vera komin á þennan stað. Það spillti þó svolítið fyrir hve grátt veðrið var og kalt. Við hrisstums og nötruðum á milli bygginganna enda búin að hafa mikið fyrir því að aðlaga okkur 30 stiga hita og vorum ekki undirbúin í 13 gráðurnar!
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Athugasemdir
Heil og sæl
Flottar myndir. skemmtileg lýsing. Í fásinni hvunndagsins hér heima er gaman að fá fréttir og myndir. Það styttist í heimkomu sem betur fer fyrir okkur hér heima. Nú skal kaupa heimskort og hafa það tilbúið þegar þið komið heim. Þið fáið stutta hvíld. Þið verðið yfirheyrð um allt meðan allar minningarnar eru ferskar. Innilegar kveðjur frá pabbi
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:53
Asísk myndartaka
Svava Björk (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:33
Sæl verið þið
Gaman að lesa þetta hjá ykkur. En nú stittist í heimkomu. Þvílíkt sem andrúmsloftið í íslensku þjóðfélagi hefur breyst á þeim tíma sem þið hafið verið í burtu. Þannig að það verður ekki allveg sama Ísland sem þið komið heim til. En nú legg ég fram kvörtun og vill fara að fá nýja bloggfærslu. Er þó á sömu skoðun og Skarpi að það verður tekin góður tími í að fara yfir allt sem á daga ykkar hefur drifið.
Ögmundur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.