Ho Chi Minh og svo Lombok

13.3

Jæja nú sit ég inn á herbergi með víetnamskan skemmtiþátt í sjónvarpinu...mjög skemmtilegur og fræðandi sérstaklega þar sem ég túlka hann algerlega eftir eigin hentugleika. Söguþráðurinn er samkvæmt mínum skilning, maður um borð í flugvél kann ekkert að haga sér í svoleiðis apparati. Flugfreyjan (leikin af karlmanni...minnir svolítið á spaugstofuna, voða fyndið :) reynir að hemja þann heimska sem lætur eins og sannkallaður flugdólgur. Gengur voða mikið út á að hoppa og hrópa.

            En ég ætla nú alls ekki að blogga um víetnamskt sjónvarpsefni. Við erum núna í Saigon/Ho Chi Mihn borg. Mjög flott og í raun falleg borg það litla sem við höfum í raun séð af henni. Hér streyma vespur (mótorknúnar) um göturnar í milljóna tali. Það segir á einum stað í Lonley planet bókinni okkar að það að fara yfir götu í Víetnam sé listform. Guð minn almáttugur, þvílíkir listamenn hljótum við þá að vera. Við Pálmi afrekuðum það í gær að fara yfir stærstu gatnamót sem ég hef á ævinni séð. Bílar, hjól, cyklo og vespur koma æðandi úr öllum áttum og við eins og í Matrix beygjum okkur og sveigum til að forða árekstri.

            Í gær fórum við um borgina, bara svona strollandi um göturnar. Ekki með neina ákveðna stefnu. Bara labbandi eitthvert, kíkja inn á næsta áhugverða stað sem verður á vegi okkar. Þó vissulega sé mikilvægt að kíkja á söfn, pagodur og rústir þá finnst okkur Pálma við oft læra mest um þjóðina á hverjum stað með þessu móti. Einnig með því að fara á markaðinn á hverjum stað. Í raun eru markaðsferðir orðnar sérstakt áhugamál hjá mér. Ekki til að kaupa mér eitthvað, heldur til að upplifa stemninguna, sjá matinn sem fólk borðar, hávaðinn, hitinn, allt er þetta eitthvað sem heillar mig af einhverjum ástæðum.

            Þessi borg er mjög nýtískuleg en á sama tíma ber greinilega sterkan keim af Saigon fyrri ára. Í miðbænum eru heilmargar flottar búðir og kaffihús. En við sömu götu er ef til vill gömul kona að steikja fremur skuggalega kjúklinga í súpu sem svo seld er á nokkrar íslenskar krónur.

 

14.3

            Í dag fórum við svo á stríðsminjasafnið. Þvílíkt safn. Við vorum bæði eftir okkur eftir þessa heimsókn. Þarna eru  hræðilegar myndir sem sýna hrikalegar aðstæður fólks í stríði, hvort sem er hermenn eða óbreyttir borgarar.

 

17.3

Núna erum komin til Indónesíu á eyjuna Lombok. Hér er ósköp ljúft að vera. Höfum verið tvo daga í sundlaugasulli og afslöppun á mjög fínu hóteli. Í  biblíunni okkar lonley palnet sagði að auðvelt væri að semja um verðið hérna. Það reyndist rétt og fengum við næstum 40% afslátt og erum við nú sátt og sæl á hóteli Santosa. Hér er millibils ástand milli rigningatímans og þurrka tímans þannig að um hádegisbilið rignir yfirleitt hérna. Enginn hrikaleg rigning bara svona smá gusa sem slær aðeins og mesta hitan enn skilur eftir sig rosalegan raka! Ég er nánast komin með krullað hár vegna rakans (smá ýkjur). Þetta þíðir líka að það er ekki fullkomlega heiður himinn fyrir sóldýrkendur sem er allt í fína þar sem við erum hvorugt of miklir sólardýrkendur þó að hitinn eigi vel við mig

Á morgun er svo planið að kíkja á eyjar sem eru hér ekki langt frá og eru kallaða Gili eyjar. Við munum líklega koma okkur fyrir á Gili Trawangan. Okkur langar svo í framhaldinu að kíkja til Balí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl elsku þið

Ævintýrið heldur áfram. Ágætt að trappa sig aðeins niður í afslöppun og hvíld frá allri umferðinni og hávaðanum. Venjast kyrrðini aftur og safna kröftum fyrir næstu átök. Við hugsum til ykkar og fylgjumst grannt með öllu sem þið sýnið okkur í myndum og máli.

Saknaðarkveðja

Pabbi

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:43

2 identicon

Hæ elsku Elín og Pálmi,

Ætla bara að kvitta fyrir mig:) Hafið það nú notó á Hotel Santosa.

Bumbukveðja, Svava og bumbulína

Svava Björk (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:06

3 identicon

Væri nú alveg til í að vera þar sem þið eruð í stað lærdóms á klakanum en ég byði nú reynar ekki í hárið mitt í þessum raka.......svo kannski ætti ég bar að halda mér heima

Rakel (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:01

4 identicon

Jemin þetta er algjört ævintýri hjá ykkur!  Takk fyrir sms-ið í dag. Ég væri sko til í að vera í ykkar sporum. Er að horfa á veðurfréttir og það á að vera 11 m/sek á morgun og 4 stiga hiti en á Skírdag á að vera 18 m/sek og -1 stigs hiti.  Skemmtilega upplýsingar í boði Kolbrúnar, njótið blíðunnar,  hafið það gott og gangi ykkur allt í haginn. 

Kolbrún (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband