4.3 Ho Chi Minhjá við fórum og kíktum á hann Ho Chi Minh kallinn. Þessi þjóðhetja Víetnama lagði áherslu á lítillæti og vildi víst fyrir alla muni fá látlausa útför og ekki vera prentaður á peninga. Það fór eitthvað aðeins öðruvísi en ætlað var. Hann hvílir nú í glerkistu eins og mjallhvít forðum og langar raðir fólks koma til að berja jarðneskar leifar mannsins augum. Andlit Ho Chi Minh er líka prentað á allar þær milljónir donga sem við berum í ferðamannapungum okkar. Við fórum líka að sjá musteri bókmennta en það er eiginlega fyrsti háskóli Víetnam. Musterið er eiginlega saman safn fallegar byggingar í fögrum garði.Við fórum líka á markað þar sem allt, þá meina ég allt milli himins og jarðar er selt. Matvara eins og gullfiskar, álar og froskar...allt lifandi. Alls kyns skeljar og dótarí, ávextir sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita og hvað þá hvernig þeir bragðast. Við erum þó búin að kaupa okkur nokkrar tegundir og prófa...efst á vinsældalistanum í augnablikinu er Dreka ávöxtur (lausleg þýðing). Þann 5. 3 fórum við svo í siglingu um Halong Bay. Þvílík ferð og náttúrufegurð. Við sigldum á milli gullfallegra eyja á mjög flottum bát...eiginlega fljótandi lúxus-hóteli. Gengum upp á topp Titpot eyjarinnar. Heimsóttum fólk sem býr í fljótandi þorpum í Halong Bay. Þar er meira að segja búið að koma upp skóla fyrir litlu fljótaþorps börnin. Síðan drifum við Pálmi okkur á kayak. Það var yndisleg upplifun að sigla milli eyjanna. Ekkert heyrðist nema fuglasöngur og einstaka köll frá fólkinu á bátunum í kring...ekkert vélarhljóð eða umferðaflaut (sem við erum búin að kynnast MJÖG vel öllum þeim borgum sem við höfum heimsótt) og engin mengun! Náttúrubarnið í mér gladdist innilega. Eftir margrétta kvöldmat létum við bátinn rugga okkur í svefn...mmm. Daginn eftir kíktum við á Hang Sung Sot helli. Hann skiptist í þrjú rými hvert öðru stærra. Þarna er búið að lýsa hellinn upp með mislitum kösturum. Frá hellinum er svo stórkostlegt útsýni. Síðan tók við sigling til hafnarinnar á meðan við sátum í sólstólum og létum fara vel um okkur á þaki bátsins...ekki lélegt. Við komum svo núna í kvöl og tékkuðum okkur inn á 15 dollara herbergið okkar. Það er svo sem allt í lagi en þegar við komum til baka af veitingastað kvöldsins vorum við óvænt búin að eignast herbergisfélaga. Brúnt nagdýr með skott... Þar sem við teljum okkur ekki tilbúin í þá ábyrgð að eiga gæludýr ákváðum við að eftirláta herbergið litla greyinu og fluttum okkur á aðeins betra hótel. Á morgun fljúgum við svo til Danag og verðum þar eina nótt svo til Hué! Bless í bili, kíkið á myndirnar.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Athugasemdir
Heil og sæl
Kominn aftur eftir ævintýraferð í Vasagöngu. Margt að lesa og margar myndir að skoða. Þetta er yfirþyrmandi mikið sem þið upplifið. Saknaðarkveðja frá pabba
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:50
Við fórum líka í svona ferð, reyndar bara dagsferð! Skoðuðum þennan sama helli :) þetta var algjör draumur í dós!!!!!!!!!!!!!!
Guðrún Valdís (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:16
.
ABC (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 03:55
Alltaf að fylgjast með ævintýrum ykkar;)
Kveðja, Svava
Svava Björk (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:44
Bara að kvitta fyrir komuna;) Greinilega mikil ævintýri hjá ykkur. Ég svona rétt að venjast því að vera komin heim og farin að vinna....!! Gangi ykkur sem allra best!!
Viktoría BMT (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.