Nagarkot

24.2 Ég þakkaði fyrir að hafa klætt mig í góðan brjóstahaldara í morgun þar sem bíllinn hoppaði á þröngum vegunum í Katmandu á leið sinni til Nagarkot. 40 kílómetrara hafa sjaldan verið jafn langir nema þá kannski hjá þeim sem hlaupa maraþon.  Þarna sátum við 6 í bíl sem verður líklega best líst sem uþb hálfu wv rúgbrauði. Hér er umferðin mjög erfið orðin vegna bensínleysis í landinu. Langar raðir hafa myndast við þær örfáu besínstöðvar sem opnar eru. Herinn hefur lokað hinum og stendur þar vörð. Við hossuðumst framhjá fólki þvo þvottinn sinn í grút skítugu vatni, baða sig upp úr sama vatni, elda mat við opinn eld í vegkantinum og konum gefa nokkra ára gömlum börnum sínum brjóst. Mika syngjandi sitt euro-popp í ipodinum var í fullkominni andstæðu við það sem fyrir augu bar. Eftir mikið skrölt, skopp og hossur  komumst við þó á leiðarenda, til Nagarkot. Við ákváðum að splæsa á okkur 4 stjörnu hóteli þar sem ég átti afmæli. Hótelið var mjög flott og gaman að gista á svona fínu hóteli þó að reikningurinn hafi í raun alls ekki verið 4 stjörnu. Hljóðaði í raun varla upp á meira en góða tjaldútilegu á Íslandi. 25.febrúar 2008Ég á afmæli í dag. Afmælisdagar eru alltaf svolítið tilhlökkunarefni hjá mér enda á ég svo góða að sem alltaf reyna að gera dagana minnisstæða. Þessi dagur líður mér seint úr minni. Við vöknuðum rétt fyrir 6 í morgun, klæddum okkur í öll hlýju fötin okkar og út á svalir að líta eitt stórfenglegasta útsýni sem ég hef á ævi minni séð. Himininn bleikur og teiknaði þannig útlínur Himalaya. Skyndilega birtist eldrauð rönd á milli fjallanna sem stækkaði og stækkaði. Sólinn steig upp á himininn á örfáum mínútum og varpaði birtu á fjallstoppana. Þvílíkt ævintýri.             Eftir að hafa dáðst að úsýninu og gert margar tilraunir til að ná góðri ljósmynd af þessari dýrð, fengum við okkur morgunmat. Síðan lögðum við okkur aðeins enda hvorugt okkar miklir morgunhanar. Síðan var ég vakin með afmælisköku sem við borðuðum úti á svölum með milljónkróna útsýni. Við höfðum borgað fyrir rútuferð bæði til og frá Nagarkot en bílstjórinn ákvað að það svaraði ekki kostnaði að ná í okkur í dag. Hótelstjórinn aumkaði sig þó yfir okkur og fengum við að sitja í bíl sem fór að ná í vistir niður í Katmandu. Við höfðum ætlað að vera lengur í Nagarkot en þar sem farið bauðst bara þarna kl 11 var eins gott að taka því. Hver veit hvenær næsta rúta fer úr Nagarkot eins og ástandið er núna. Reynar ganga almenningsrútur en þær eru frekar þétt setnar svo ekki sé meira sagt og við höfðum ómögulega lyst á að sitja á rútuþakinu niður kambana í 23 veldi frá Nagarkot! Við erum því komin aftur til Katmandu á guesthousið þar sem við vorum. Við förum svo héðan þann 28. febrúar og ætlum að halda okkur bara hérna í höfuðborginni þar sem samgöngur eru lamaðar að mestur, ekki þó flugsamgöngur, vegna fuel crisis eins og þeir orða það Nepalarnir.Einnig ætlum við að reyna að taka því rólega þar sem mér fannst það tilvalið að vera svolítið lasin svona í tilefni dagsins, voða gaman. En nú er það bara að fara á uppáhalds veitingastaðinn okkar hérna roadhouse café og fá sér góðan mat!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með afmælið elsku Elín Birna.

Knús frá Köben,

Ásta, Halli og Sunna Dís 

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:26

2 identicon

Til hamingju með afmælið elsku vinkona!

Gaman að fylgjast með ævintýrunum ykkar - svona þegar lífið hérna heima er á hold ;)

Knús og kram,

Elsa. 

Elsa (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:40

3 identicon

Til hamingju með afmælið í gær Elín mín.

Gaman að fá að fylgjast með ævintýrunum hjá ykkur.

Kveðja, Brynja frænka

Brynja (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:37

4 identicon

Innilega til hamingju með afmælið í gær Elín mín:)

 Kveðja, Svava

Svava Björk (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:35

5 identicon

Til hamingju með afmælið Elín!

Ég fer greinilega næst til Nepal, þetta hljómar ekkert smá vel :)

Kv. Guðrún Valdís

Guðrún Valdís (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:35

6 identicon

Til hamingju með daginn um daginn mín kæra!  Gaman að fylgjast með ferðum ykkar, gangi ykkur allt í haginn á framandi slóðum.  Kveðja frá klakanum, Kolbrún.

Kolbrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband