Sagarmatha

Hæbb við sáum Everest í dag eða Sagarmatha eins og það heitir á nepölsku. Við fórum sem sagt í útsýnisflug um Himalaya. Við fórum eldsnemma í morgun. Vöknuðum kl 5 í nótt og héldum í æsi-fleygiferð með eldgömlum leigubíl um myrkvaðar götur Katmandu, þar sem ekki er verið að splæsa í götulýsingu svona snemma að morgni. Við vöknuðum vel í aftursætinu. Bæði af æsingi við að fylgjast með því hvort einhver væri keyrð niður af þeim dökkklæddu verum sem voru komnar á fætur en einnig vegna gífurlegs kulda. Þegar við svo komum á flugvöllinn var ekki búið að opna þannig að takk fyrir urðum við að bíða fyrir utan í MIKLUM kulda. Heimamenn voru á leið út á land, en 85% þjóðarinnar býr í dreifðum byggðum landsins. Með í för voru heilu og hálfu stæðurnar af eggjum, gaseldavél, ein til tvær risatunnur fullar af einhverju góðgæti og svo náttúrulega ársbyrgðir af tiger-balm! Þegar var svo kallað út í flugvél upphófst alveg svakalegur æsingu með hrópum og köllum. Ein hjónin sem ég sá koma inn á svipuðum tíma og okkur, voru fyrst um sinn bara með sinn hefðbundna farangur, egg og svona og eitt barn. Síðan þegar kallað var út í vél hlupu þau af stað með öll eggin. Ekki leið þó að löngu að mamman kom aftur hrópandi...þá hafði hún gleymt barninu í æsingnum.

             Eftir stóðu náfölir, hljóðlátir ferðamenn sem skimuðu í kringum sig eins og álfar út úr hól. Enginn vissi neitt og allir héldu að útsýnisflugið hlyti að vera farið og skilið alla gláparana eftir á vellinum. Svo kom nú að því að við héldum út á völlinn um borð í relluna sem flutti okkur að þaki heimsins. Og þvílíkt þak. Að sjá sólina koma upp yfir þessum óhugnanlega fallegu fjöllum var stórkostlegt. Reyndar var svolítið mistur þannig að skilyrði til myndatöku voru ekki eins og best verður á kosið en upplifunin var engu að síður mögnuð. Svo fengum við eitt af öðru að fara fram í flugstjórnarklefann og líta dýrðina augum. Þegar ég fékk að líta í gegnum framrúðuna blasti það við mér...Evrest...tindur í fjarskanum! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórkostlegt, þak heimsins og Everest sjálfur. ekki laust við öfund. Nepal er næst á dagskrá. Á því er ekki nokkur vafi. Ég hef í dag af og til skoðað bloggið svo spenntur var ég að fá fréttir. Til  hamingju með þetta allt saman.

Kveðja

Pabbi

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband