kostnaðurinn

Það gera sér allir grein fyrir því að það er ekki ókeypis að fara í svona ferð, en kostnaður við lyf og bólusetningar er ógeðslega mikill. Ég var að koma úr apótekinu þar sem ég eyddi 20.000 kr á einu bretti í verkja-, malaríu- og ýmis skemmtilyf. Bólusetningarnar frá Tælandsferðinni duga enn sem betur fer þannig að sá kostnaður dreifist á lengri tíma. Bólusetningar og lyf eru í heild líklega að kosta okkur um 70 þús krónur...fyrir okkur tvö NB! En þetta er samt góð trygging ekki vill maður fá eitthvað af þessum hrikalegu sjúkdómum sem eru sem betur fer ekki lengur landlægir hér á Skerinu.

Talandi um tryggingar er eins gott að hafa þær á hreinu. Við fáum tryggingar í gegnum okkar kredit-kort í 60 daga. Þar sem við erum í rúma 90 daga þurfum við að kaupa auka tryggingu fyrir rúma 30 daga og það er líka kostnaður... þó bara smáaurar miðað við ýmislegt annað í kringum þessa ferð.

Annar felukostnaður er varðandi vegabréfsáritanir. Fyrir okkur tvö munu 3 vegabréfsáritanir kosta um 26 þús. En þá er eftir að borga vegabréfsáritanir í löndunum sjálfum en þær er stundum hægt að fá á flugvöllum landanna.  

Jæja, þetta er allt peningur sem er leiðinlegt að leggja af hendi því manni finnst varan sem maður fær eitthvað svo léttvæg og leiðinleg, þó í raun sé hún svo mikilvæg og ómissandi. Mér allavega líður mun betur útstunginni af bólusetningum og með kíló í yfirvigt af lyfjum heldur en ekki!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Elín

 Maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Þú bara bloggar! Ágætt að vita að maður getur fylgst með á síðunni.

Kv. Ö

Ögmundur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:13

2 identicon

Úff... þetta eru engar smá upphæðir "bara" í svona "fylgihluti" :)

Svava Björk (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband