veturinn kom á laugardagskvöldið. Þá var smá hittingur hérna á stígnum. Sá hittingur var með smá jólaundirtón ... en eins og allir vita sem þekkja mig er ég löngu komin í jólaskap. Ég er ein af þessum fáu sem fagna ákaft snemmbúnum skreytingum IKEA og finnst bara gott að hitta jólasveininn í október! Allt til að létta manni þessa dimmu, þungu mánuði nóvember og desember.
Annars fara dagarnir bara í það að vinna og ditta að íbúðinni sem er orðin svo hrikalega flott! Við Pálmi fórum nú reyndar síðustu helgi til Köben. Yndisleg 4 daga ferð til að sjá litlu prinsessuna þeirra Ástu og Halla. Óskaplega mikið krútt eins og lög gera ráð fyrir. Það voru náttúrulega teknar ógurlega margar myndir af henni og engu öðru í þessari ferð. Maður hlakkar strax til að hitta krútt krílið aftur í des þegar hún fær að líta frónið fyrst augum.
Maður fer nú að hitta fleiri kríli á næstunni þar sem vinkvennahópurinn er kominn af stað í barna stússið. Ein prinsessa mætt á svæðið og nú tvö önnur á leiðinni. Þannig að maður verður virkilega að fara mastera barnaljósmyndunina.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.