Voðalega eru sumir dagar þreyttir... skrýtið það voru allir þreyttir í vinnunni í dag. Kaffið stoppaði mjög stutt á könnunni.
Annars hafa síðustu dagar verið allt annað en þreyttir. Reyndar mikið sofið en það er nú bara ég á ferðalagi. Við Pálmi fórum sem sagt í ferð um vesturlandið Snæfellsnesið, Fellströndina og Dalina. Ég er þeim hæfileikum gædd að geta sofnað á 23 sek sléttum þegar ég sest upp í bíl. Sökum þessara hæfileika minna er ég alveg sérlega leiðinlegur ferðafélagi....eða sérlega skemmtilegur eftir því hvernig samferða menn mínir kunna við vakandi og blaðrandi fólk.
Við drifum okkur á miðvikudaginn í bústaðinn góða Litlu- Hlíð. Þaðan, já þaðan drifum við okkur gegnum kaldadalinn gegnum Húsafell, á Fellsströndina! Já þetta er löng leið þannig að ég náði nokkrum góðum dúrum á leiðinni. Daginn eftir var sudda veður þarna þannig að við drifum okkur bara í sund að Laugum og svo beina leið á Grundarfjörð. Þar sváfum við 2 nætur. Við reyndum að veiða með mjög lélegum árangri. Ég gekk á fjall (eiginlega bara hól, sem ég veit ekki hvað nefnist) við borðuðum ósköp mikið af nammi og höfðum það almennt mjög gott. En þvílíkur kuldi á aðfaranótt sunnudagsins var þvílíkur. Sem betur fer á ég kuldaskræfan feiknar góðan jöklapoka sem aftur og aftur bjargar heilsu minni á þessi flandri mínu um landið.
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
myndir
Gisting
Ferðadót
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.