Þreyttur dagur!

Voðalega eru sumir dagar þreyttir... skrýtið það voru allir þreyttir í vinnunni í dag. Kaffið stoppaði mjög stutt á könnunni.

Annars hafa síðustu dagar verið allt annað en þreyttir. Reyndar mikið sofið en það er nú bara ég á ferðalagi. Við Pálmi fórum sem sagt í ferð um vesturlandið Snæfellsnesið, Fellströndina og Dalina. Ég er þeim hæfileikum gædd að geta sofnað á 23 sek sléttum þegar ég sest upp í bíl. Sökum þessara hæfileika minna er ég alveg sérlega leiðinlegur ferðafélagi....eða sérlega skemmtilegur eftir því hvernig samferða menn mínir kunna við vakandi og blaðrandi fólk.

Við drifum okkur á miðvikudaginn í bústaðinn góða Litlu- Hlíð. Þaðan, já þaðan drifum við okkur gegnum kaldadalinn gegnum Húsafell, á Fellsströndina! Já þetta er löng leið þannig að ég náði nokkrum góðum dúrum á leiðinni. Daginn eftir var sudda veður þarna þannig að við drifum okkur bara í sund að Laugum og svo beina leið á Grundarfjörð. Þar sváfum við 2 nætur. Við reyndum að veiða með mjög lélegum árangri. Ég gekk á fjall (eiginlega bara hól, sem ég veit ekki hvað nefnist) við borðuðum ósköp mikið af nammi og höfðum það almennt mjög gott. En þvílíkur kuldi á aðfaranótt sunnudagsins var þvílíkur. Sem betur fer á ég kuldaskræfan feiknar góðan jöklapoka sem aftur og aftur bjargar heilsu minni á þessi flandri mínu um landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband