Hvað er þetta í loftinu?

Já þegar ég vaknaði í morgun áttaði ég mig engan veginn á því hvað kæmi svona blautt og kalt úr himninum. Stuttu síðar rifjaðist upp fyirr mér að ég hefði einhvern tímann séð svona fyrirbæri áður og áttaði ég mig á því að þetta heitir víst rigning. Ég hreinlega ekki séð rigningu núna í nokkrar vikur. Ég keyrir Reykjanesbrautina núna á morgnanna í sólinni og hef það sem viðmið að rúðuþurrkurnar á bílnum mínum eru frekar lélegar en það hefur ekki komið að sök hingað til því það hefur ekkert rignt, kannski að maður skelli nýjum þurrkum á í dag?

Þessi rúntur á milli Reykjanesbæjarins og Reykjavíkurinnar er nú ekki það skemmtilegasta sem ég upplifi en ég reyni bara að hugsa hverslags heimsborgari maður er að keyra langar leiðir í vinnu rétt eins og í stóru borgunum í heiminum...best væri nú ef ég tæki bara lestina. Mér finnst í raun ekkert að því að þetta taki þennan tíma heldur finnst mér óþægilegt að keyra sjálf, myndi frekar vilja hristast í lest og lesa bók á meðan. Svona getur maður farið í Pollýönu-leik til að komast yfir leiðindi hvers dagsins.

Ég hef nú líka verið duglega að nýta helgarnar og höfum við Pálmi farið í útilegu hverja einustu helgi frá því að við komum heim. Þingvelli, Þórsmörk, Húsafell, Snæfellsnesið og svo náttúrulega í bústaðinn í Vörðufellinu. Svo er bara að leggja höfuðið í bleyti og sjá hvert skal halda næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband