Útskrifuð

Við erum þá komin heim á skerið góða. Þegar við lentum á KEF var venju samkvæmt 10 stiga hiti og smá súld. Mér finnst þessi veðurlýsing alltaf taka á móti mér þegar ég lendi sama hvaða tíma árs ég er að þvælast til útlanda. Síðan hefur nú veðrið skánað heilan helling og er ljómandi þessa stundina. Það er sem sagt vika síðan að ég útskrifaðist og byrjaði svo að vinna á mánudaginn síðasta með nýjan titil upp á arminn. Nema endingin var horfin af nafn spjaldinu og í staðinn komin endingin -fræðingur með öllum sínum þunga og væntinga um svör við öllu. Mér hefur gengið ljómandi vel að svara þeim sem ég hef fengið hingað til og greinilegt að eitthvað hefur tollað í toppstykkinu eftir þessi 4 ár í háskólanum.

Við Pálmi fórum í fyrstu útileguna á föstudaginn og gistum á Þingvöllum. Sem var bara dásamlegt að sofa í hreinu (svolítið köldu) íslensku lofti og vakna um miðja nótt við sól og fuglasöng. Leyfa hrossagauk og spóa að syngja mann í svefn aftur. Það er svo sannarlega líka hægt að upplifa paradísina hér í bakgarðinum á Fróni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband