eyjaferð

Jæja enn erum við í paradís. Sjórinn hér á Ko Samui iðar af lífi eins og annars staðar hvert sem litið er eru torkennileg dýr sem maður hefur bara séð á discovery. Froskar bíða manns á kvöldin á pallinum fyrir framan herbergið. Eðlur gera sitt besta til að fanga moskító og risasniglar lulla rólega yfir risa plönturnar sem eru hérna í garðinum. Flestar þeirra stofuplöntur hjá allra hörðustu ræktendunum þar sem þær þurfa mikinn raka og hita...eins og er hér.  Í gær fórum við í siglingu um eyjarnar hér í nágrenninu. Eins og svo margt annað hérna er sagan ekki sögð alveg öll þegar maður bókar svona ferðir hérna. við áttum að fá að vera ein á bátnum okkar hópur enda vorum við 16 í allt. Það kom svo á daginn að við vorum öll á sama bátnum ásamt 10 örðum og trúið mér þessi bátur var ekki gerður fyrir svona marga! Guidinn okkar líka svona líka hress að strax hefði verið gert lyfjapróf á honum á slysó. Þetta var þrátt fyrir ákaflega sérstakar aðstæður einstök upplifun eins og annað hérna. Við snorkluðum við Koh Tao og Koh Nang Youang og tærari sjó hef ég aldrei séð. Talandi um discovery þá hef ég aldrei séð svona fiska eins og slógust í för með okkur þarna. Meðal annars sá ég sverðfisk, varafiska og trúðafiska (svona eins og Nemo). Kórallar og sæbjúgu bærðust í svo til lygnum sjónum. Þetta var ótrúlegt og óraunverulegt eins og eru að verða einkunnarorð þessarar ferðar! Hér er hver dagur þvílík upplifun!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl.  Gaman að sjá myndirnar. Hvenær verður bein útsending ? Verð að heimsækja landið.  Sigga amma fær annan upplestur í kvöld .

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband