Vá búin!

Jæja ég skilaði barninu mínu í þríriti til leiðbeinanda áðan. BS ritgerðin lítur svona líka ljómandi vel út (hverjum þykir sinn fugl fagur). Ég verð að segja að ég hef eiginlega alveg haft nóg að gera að undanförnu. Stöku sinnum á maður alveg skilið smá klapp á bakið og ég klappaði mér á bakið áðan. Á undanförnum mánuði hef ég tekið mín síðustu próf í grunnnámi háskólans, ráðið mig í vinnu sem ég er mjög ánægð með, keypt mér ferð til Tælands hvorki meira né minna, skilað lokaritgerðinni og keypt mína fyrstu íbúð! Mér finnst ég alveg mega klappa mér pínu á bakið.

Já, ég er sem sagt orðin íbúðareigandi af dásamlegri risíbúð í miðbænum. Með arni í stofunni sem er samtengd eldhúsinu. Gluggar á alla kanta, sérinngangur og upptekið loft og þvottavélin inni á baðinu! Húsið er yndislega fallegt og vel farið. Ég er sem sagt alveg í skýjunum með þessa litlu en notalegu íbúð.

Nú er næsta mál á dagskrá að kynna barnið (ritgerðina) fyrir áhugasömum. Pakka niður í tösku því nú er ég á leið til Tælands í útskriftarferð! Þannig að líklega verður næsta færsla þaðan. Kemur allt í ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Elín Birna Skarphéðinsdóttir og Pálmi Viðar Snorrason
Krían og Krabbinn!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...08-dsc_0094
  • ...08-dsc_0075
  • ...08-dsc_0058
  • ...08-dsc_0057
  • ...08-dsc_0050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband