Það er gott að landlæknisembættið hefur tekið við sér!
Það er sláandi að skoða skýrlsu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um yfirvofandi skort á hjúkrunarfræðingum nú þegar og á næstu árum. Það er þó skammgóður vermir að ætla sér eingöngu að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. Það verður að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, það er nefninlega ekki tryggt að nemarnir komi til vinnu eftir útskrift. Til dæmis má nefna að mjög fáir hjúkrunarfræðinemar af 4.ári hafa ráðið sig til starfa við LSH nú í sumar vegna lélegra kjara.
Það er ekki kræsilegt til þess að hugsa að fara að vinna á yfirfullum spítala þar sem sjúklingar eru lagðir inn á ganga deildanna vegna sumarlokana. Hjúkrunarfræðingar eru í raun stöðugt á bakvakt þar sem reynt er að ná í viðkomandi dag og nótt til að bjarga því sem bjargað verður sambandi við mönnun og síðast en ekki síst er hrikalega erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og löngun og metnaður hjúkrunarfræðingsins segir til um vegna tímaskorts...það er hættulegt!
Þó erfitt sé að líta framhjá þessum staðreyndum er samt grundvallar atriðið þetta:
Hjúkrunarfræðingar hafa að baki að minnsta kosti 4 ára háskólamenntun, BSc gráðu. Fjölmargir hafa sérfræðimenntun á sínu sviði. Í samræmi við menntun og þekkingu er ábyrgð á herðum hjúkrunarfræðinga mjög mikil. Nú þarf að að láta LAUN hjúkrunarfræðinga fylgja menntun og ábyrgð þeirra! Með því fást fleiri hjúkrunarfræðingar til starfa við þetta frábæra og fjölbreytta starf!
Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 9.4.2007 | 14:19 (breytt kl. 14:23) | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania
Athugasemdir
Ekki gott fyrir neinn aðila að vera á brjálaðri vakt og fara svo heim með samviskubit yfir því að hafa ekki getað gert betur. Úff, hvenær skyldi þetta breytast.
hjúkrunarfræðingur (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:58
Sammála, ég útskrifast eftir 1 ár. Og eins og staðan er í dag í sambandi við álagið og launin þá er ég ekki að fara að vinna á LSH.
Mér finnst líka að þeir hjúkrunarfræðingar sem að vinna á LSH eigi að láta heyra í sér...þeir hafa völdin til þess að segja hingað og ekki lengra. Við látum ekki traðka á okkur....við vitum hvað er í húfi ef við hættum að vinna hjá LSH. Gerum kröfur og látum meta okkur sem hjúkrunarfræðinga ekki vinnuafl!!!
Hjúkrunarnemi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.