Færsluflokkur: Bloggar
Þá er dvölinni á paradísar eyjunni Koh Samui að ljúka. í dag höldum við aftur til Bangkok þar sem við hófum ferðina. Magnað að þessum 3 vikum ljúki senn og við verðum komin á klakann á föstudaginn. Þá tekur nóg við, útskrift og ég að byrja í nýrri vinnu!
Annars er það héðan að frétta að þegar við fórum í morgun mat áðan þá urðum við að bíða meðan var verið að grisja garðinn en það fólst meðal annars í því að banvænar kókoshnetur flugum allan garð. Það var bara undir hverjum og einum að hlaupa undan þeim þar sem varúðarráðstafanir eru ekki eitthvað sem Tælendingum er tamt.
Jæja núna reynum við að koma skikk á þessa sprengju sem er hérna inni og REYNUM að pakka niður og gera klárt fyrir flugið á eftir.
Bloggar | 11.6.2007 | 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 6.6.2007 | 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 4.6.2007 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.6.2007 | 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
tvliklikur fjoldu folks og hiti, raki og havadi...dasamlegt! i alvoru her eru allir svo vinarlegir og brosandi ad tad vegur algerlega upp a moti ollu hinu! vid gistum her a tviliku hollywood hoteli med sundlaugagardi a 5 had. vid erum ad fara nuna til mai hon son og eg er ad falla a tima. tid heyrid fra mer seinna en nu erum vid af fara m flugi til chiang mai og svo til mai hon son heyrumst!
Bloggar | 27.5.2007 | 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er eitthvað skemmtilegra en að bíða á flugvelli? Fátt veit ég en núna er partýið fyrst orðið áhugavert. Thai air er algerlega að bregðast vonum okkar og hætti bara við að ná í okkur hingað til kastrup. nú er verið að troða okkur í sas flug í kvöld kl 22:45 að dönskum tíma! Þannig að hér liggja hjúkrunarfræðingar eins og hráviði í biðsalnum með misgáfulega svefnsvipi og bíða eftir að hinn norræni flugrisi SAS bjargi málunum!
Kveðja frá transfer sal CPH!
Bloggar | 24.5.2007 | 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja ég skilaði barninu mínu í þríriti til leiðbeinanda áðan. BS ritgerðin lítur svona líka ljómandi vel út (hverjum þykir sinn fugl fagur). Ég verð að segja að ég hef eiginlega alveg haft nóg að gera að undanförnu. Stöku sinnum á maður alveg skilið smá klapp á bakið og ég klappaði mér á bakið áðan. Á undanförnum mánuði hef ég tekið mín síðustu próf í grunnnámi háskólans, ráðið mig í vinnu sem ég er mjög ánægð með, keypt mér ferð til Tælands hvorki meira né minna, skilað lokaritgerðinni og keypt mína fyrstu íbúð! Mér finnst ég alveg mega klappa mér pínu á bakið.
Já, ég er sem sagt orðin íbúðareigandi af dásamlegri risíbúð í miðbænum. Með arni í stofunni sem er samtengd eldhúsinu. Gluggar á alla kanta, sérinngangur og upptekið loft og þvottavélin inni á baðinu! Húsið er yndislega fallegt og vel farið. Ég er sem sagt alveg í skýjunum með þessa litlu en notalegu íbúð.
Nú er næsta mál á dagskrá að kynna barnið (ritgerðina) fyrir áhugasömum. Pakka niður í tösku því nú er ég á leið til Tælands í útskriftarferð! Þannig að líklega verður næsta færsla þaðan. Kemur allt í ljós.
Bloggar | 22.5.2007 | 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er á nálum yfir lokaritgerðarskilum, kosningum, listahátíð, evróvísunni og landsbankadeildinni (nei ekki deildinni mér er alveg saman um hana)... hefði átt að vera enn á nöglum, ekkert grip í þessum nálum!
Sumir eru enn á nöglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.5.2007 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi auglýsing frá sjálfstæðisflokknum á ,,haus" mbl.is er alveg brjálæðislega hlægileg! Ég skellti uppúr þegar Geir og (Grani) Þorgerður Katrín skutust uppá blána bakgrunninn eins og eldflaugar. Svo hló ég enn meira þegar myndin af honum Geir birtist frá vinstri (hummm?) inn á þennan sama bláa bakgrunn. Geiri er svo brosandi að ég hef bara ekki séð annað eins frá því að myndbandið með sænska krúttinu sem hló svo innilega tröllreið öllum netpósthólfum. Brosið slær út Halldór Ás stuðbolta með meiru og geri/geiri aðrir betur. Mér finnst nú eins og Geir hljóti að vera staddur upp á Öxnadalsheiði í að minnsta kosti 40 metrum á sekúndu og munnvikin hreinlega blakta í gleðivímunni sem því fylgir.
Mér finnast kosningaauglýsingar almennt skemmtilegar! Mér finnst líka auglýsing Samfylkingarinnar með öllu fólkinu að reyna að útskýra stimpilgjöld fyrir útlendingnum....Já hvernig í ósköpunum útskýrir maður þann fjanda. Plís takið þessa hefð (icelandic tradition) út af borðinu og það strax.
Annars verð ég að segja að mér finnst baráttan fremur bragðdauf eins og ég bjóst innilega við rosa stemmningu og baráttu í öllum hornum. Jæja vika í þetta ekki öll nótt úti enn.
Bloggar | 5.5.2007 | 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 2.5.2007 | 15:28 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Vinir, vandamenn og börn
- Rakel Ösp
- Henry Sebastian
- Kolbrún Georgs
- Stefanía og Alexsander (þarf lykilorð)
- Halldór Nökkvi (þarf lykilorð)
- Sunna Dís (þarf lykilorð)
- Svava og Einsi
hin ýmsu gistiheimili
upplýsingar um löndin og borgir sem við förum til
- Los Angeles
- Los Angeles
- Lombok í Indonesíu
- Singapor
- Kína
- Vietnam
- indland
- Nepal
- lonley planet alveg ómissandi í Afríku
- Uganda
- Kenía
- Tanzania